Við búum í fjölbreyttu samfélagi. Kynhneigð og menning er margskonar. Við erum eins og við erum, tilvitnun í annan frábæran tónlistarmann, Pál Óskar. Sem by the way, ætlar að dvelja á Glitter Grund í ellinni, það tilkynnti hann á tónleikum sínum sem ég sótti með Öldu fyrir nokkrum árum.
Þrátt fyrir viðsjárverða tíma þessi misserin þá höldum við á Grundarheimilunum Hinsegin dagana hátíðlega í dag þó við njótum ekki heimsókna á Grund og heimsóknartakmarkana á hinum heimilunum. Við flöggum Regnbogafánanum víða og kokkarnir okkar bjóða upp á litríkt bakkelsi í anda Hinsegin daganna. Þá verður sýnd heimildarmyndin Fjaðrafok sem fjallar um þróun og þroska Gleðigöngunnar.
Njótum litríks samfélags saman 😊
Kveðja og góða helgi,
Gísli Páll, forstjóri Grundarheimilanna