Sumarhátíðir

Í vikunni var veðrið dásamlegt og óhætt að segja að við höfum náð að nýta það á Grundarheimilunum. Sumarhátíðir voru haldnar en það er skemmtilegt að halda áfram að njóta sumarsins þrátt fyrir að margir haldi að sumarið sé búið um verslunarmannahelgi. Við vonum að þessar sumarhátíðir framlengi sumrinu og að við taki milt og gott haust.
Framkvæmdin var í höndunum starfsfólks iðjuþjálfunar og félagsstarfs sem og eldhúss sem fengu svo til liðs við sig frábæra listamenn.
Takk kærlega fyrir okkur. Að halda svona viðburði getur verið heilmikið átak en við erum með fjöldan allan af starfsfólki sem kom að þessumeð einum eða öðrum hætti. t.d. að fylgja okkar heimilisfólki og vera því innan handar og gleðjast saman.
Það var líka frábært að sjá að margir aðstandendur náðu að njóta með okkur. Kærar þakkir öll fyrir vikuna. Á facebook síðum heimilanna má sjá myndir af hátíðunum.
Við stefnum inn í haustið með frábærann hóp af starfsfólki. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem að komu til starfa í sumar á okkar heimilum. Sumir halda áfram að hluta með skóla, einhverjir halda áfram í hærra starfshlutfalli og aðrir hverfa til annarra verka. Kærar þakkir fyrir sumarið, og vonandi haldið þið sem flest áfram hjá okkur næsta sumar.
Kveðja og góða helgi
Karl Óttar Einarsson
Forstjóri Grundarheimilanna.