Tónleikar með Stórsveit Íslands
10.11.2023
Síðasta miðvikudagskvöld voru tónleikar fyrir íbúa 60+ með Stórsveit Íslands. Stórsveit Íslands ásamt söngvurum léku íslenskt bítl (frá árunum 1962-1977). Lögin voru útsett af Þórði Baldurssyni og voru söngvararnir Vigga Ásgeirsdóttir, Ari Jónsson og Davíð Ólafsson. Á tónleikunum fengu íbúar að heyra tónlist frá upphafsárum íslenskrar bítlatónlistar í stórsveita stíl. Þökkum við kærlega fyrir frábæra kvöldstund.