Í næstu viku er Lífshlaupsvika á Grund og þessa dagana er verið að undirbúa hana. Heimiliskonur á Litlu og Minni Grund máluðu plastflöskur í gríð og erg nú í vikunni. Þær verða svo fylltar af hráum hrísgrjónum, þeim stillt upp og farið í keilu með þær. Endurnýta og hreyfa sig.