03.02.2022
Bóndadagurinn var fyrir nokkru og pínulítið seint að birta þessar myndir en stóðumst bara ekki mátið. Herrarnir á Grund fengu allir glaðning á bóndadaginn og voru alsælir. Harðfiskur og smjör féll í kramið en líka malt og appelsínið og súkkulaðið.
01.02.2022
Við ætlum að rýmka heimsóknartilmæli frá og með 1 febrúar.
Hver heimilismaður getur fengið 1-2 heimsóknargesti á dag, þarf ekki að vera sá sami alla vikuna.
Heimsóknartímar eru opnir.
Grímuskylda er í heimsóknum og gestir eru beðnir um að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum.
Ef heimilismenn fara af heimilinu hvetjum við þá til að gæta ítrustu sóttvarna, vera með grímu og sótthreinsa hendur.
Við biðjum heimsóknargesti um að koma ekki í heimsókn ef þeir:
Eru í sóttkví eða smitgát
Eru í einangrun vegna Covid-19
Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).
Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví eins og reglur á landamærum segja til um.
Viðbragðsteymi Grundarheimilanna
01.02.2022
Við ætlum að rýmka heimsóknartilmæli frá og með 1 febrúar.
1. Hver heimilismaður getur fengið einn til tvo heimsóknargesti á dag, þarf ekki að vera sá sami alla vikuna.
2. Heimsóknartími er kl.13-18 eða eftir nánara samkomulagi.
3. Grímuskylda er í heimsóknum og gestir eru beðnir um að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum.
4. Ef heimilismenn fara af heimilinu hvetjum við þá til að gæta ítrustu sóttvarna, vera með grímu og sótthreinsa hendur.
5. Við biðjum heimsóknargesti um að koma ekki í heimsókn ef þeir:
• Eru í sóttkví eða smitgát
• Eru í einangrun vegna Covid-19
• Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).
• • Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví eins og reglur á landamærum segja til um.
Viðbragðsteymi Grundarheimilanna