Æfingar í sundlauginni á Grund

Sumarið 1954 var tekin í notkun sundlaug á Grund og enn er hún í notkun. Hún er ekki stór en hún er heit og notaleg. Það er dásamlegt að gera æfingar í sundlauginni sem opin er tvisvar í viku. Áhugasamir heimilismenn eða aðstandendur þeirra hafi samband við sjúkraþjálfunina eða í gegnum deildarstjóra til að fá tíma í lauginni. Það er lyfta ofan í laugina fyrir þá sem þurfa

Hattaball Grundar

Það var fjör á hattaballi Grundar á öskudag. Allir sem vettlingi gátu valdið skörtuðu skrautlegum höfuðfötum og sumir fóru meira að segja í búning til að lífga upp á tilveruna. Við erum svo heppin hér á Grund að eiga orðið myndarlegt safn af höttum sem við lánum þeim heimlismönnum og starfsfólki sem ekki á. Hið vinsæla Grundarband lék fyrir dansi en harmonikkuleikararnir koma til okkar í sjálfboðavinnu í hverjum mánuði og gleðja okkur með harmonikkuleik.

Öskudagur tekinn með trompi

Öskudagurinn var tekinn með trompi í Mörk og bæði starfsfólk og heimilisfólk lífguðu upp á daginn með að skarta búningum. Börn frá leikskólanum Steinahlíð komu svo í heimsókn og slógu köttinn úr tunnunni og þá færðist fjör í leikinn í húsinu hjá okkur.