Búið að opna kaffihúsið Kaffi Grund

Við vekjum athygli á því að nú hefur kaffihúsið Kaffi Grund verið opnað. Það er nú opið alla daga vikunnar frá klukkan 13:00 til 17:00. Gestir geta keypt smurt brauð og kökur, kaffi og gosdrykki en enn er þó beðið eftir vínveitingaleyfi og því ekki að svo stöddu hægt að kaupa sér léttvínsglas eða bjór. Vekjum athygli á fallegu listaverki við kaffihúsið sem er eftir Helga Gíslason myndhöggvara. Í sumar á eftir að vera notalegt að sitja í suðurgarðinum og njóta sólar og skjóls. Gengið er inn um aðalinngang bakvið Grund og allir hjartanlega velkomnir

Þrettándagleði á Grund

Það var haldin þrettándagleði í hátíðasal Grundar í gær. Grundarbandið mætti með harmonikkurnar og lék fyrir dansi i kringum jólatréð. Hjördís Geirsdóttir, söngkona, mætti með gítar og leiddi sönginn. Virkilega ljúf og notaleg stund.