Grundarbandið mætt á ný

Það var létt andrúmsloftið í hátíðasalnum í síðustu viku þegar Grundarbandið mætti aftur eftir að hafa verið í covid hléi. Heimilisfólkið fagnaði því að geta aftur dansað við dunandi harmonikkutóna, trommu- og píanóleik.

Veitir heimilisfólki og aðstandendum stuðning

Grundarheimilin fengu nýlega til liðs við sig nýjan starfsmann, Þorbjörgu Árnadóttur, sem er ráðin sem félagsráðgjafi heimilanna þriggja. Þorbjörg veitir heimilismönnum sálfélagslegan stuðning og ættingjum þeirra og hægt er að leita til hennar og fá ráðgjöf og leiðbeiningar um ýmiskonar réttindamál. Þorbjörg mun skipta viðveru sinni milli heimila en auðveldast að ná sambandi við hana með tölvupósti eða síma. Netfangið er thorbjorg.arnadottir@morkin.is og sími 8302041.