12.06.2024
Sumir dagar eru aðeins betri en aðrir og þannig var það nú nýlega þegar skellt var í vöfflur og heimilismönnum boðið til veislu. Það er alveg sérstök stemmning sem fylgir þegar boðið er upp á nýbakaðar vöfflur með sultu og rjóma.
12.06.2024
Stundum þarf ekki annað til en að vera bara í stíl og dagurinn verður bjartur og skemmtilegur.😍🥰 Hér eru vinkonurnar Birna, Elín Magnea og Guðmunda hressar og kátar að venju.
11.06.2024
Þá eru sumarblómin komin til okkar beint frá Hveragerði úr gróðurhúsunum okkar. Stúlkurnar í ræstingunni sjá alltaf um að planta blómunum í beðin fyrir framan hjúkrunarheimilið. Það er orðið blómlegt og fallegt í beðunum.
07.06.2024
Starfsfólk og heimilisfólk á 2. hæð í Mörk lætur hráslagalegt veður ekki aftra sér frá að gróðursetja sumarblóm og gera svalirnar huggulegar fyrir sólríka og bjarta daga. Þessi litríku og fallegu blóm koma úr gróðurhúsi Grundarheimilanna í Ási í Hveragerði.
04.06.2024
Lionsklúbburinn Njörður færði heimilinu rausnarlega gjöf á dögunum, fjölþjálfa sem fulltrúar klúbbsins færðu sjúkraþjálfuninni okkar hér í Ási. Fjölþjálfinn á eftir að koma sér vel og nýtast mörgum heimilismönnum. Lionsklúbbnum eru færðar bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf.
03.06.2024
Heimildarmynd sem starfsmaður Grundar og kvikmyndagerðarkonan, Yrsa Þurí Roca Fannberg, á heiðurinn af. Það verður spennandi að sjá hana þegar hún kemur af klippiborðinu og úr hljóðvinnslu.
31.05.2024
Hér er hægt að lesa nýjasta tölublað Heimilispóstsins.
27.05.2024
Síðasti dansleikurinn fyrir sumarfrí var haldinn í hátíðasalnum í lok síðustu viku. Grundarbandið okkar vinsæla lék að venju fyrir dansi. Það er dásamlegt að sjá hvað margir mæta á dansleikina nú orðið og alltaf sérstaklega ánægjulegt þegar aðstandendur mæta til að dansa við fólkið sitt. Það jafnast nefnilega enginn á við nánustu ættingja í augum heimilisfólksins.
23.05.2024
Síðastliðið föstudagskvöld hélt tónlistarhópurinn Músík í Mörk sumarlega gleðistund í Kaffi Mörk fyrir íbúa 60+. Karen Lind Ingudóttir kom og söng í upphafi kvölds og með henni var Jóhannes Guðjónsson á píanó en þau voru bæði að ljúka brottfararprófi frá FÍH og ætla áfram í Listaháskólann í haust. Síðla kvölds voru spilaðir ljúfir tónar á tjaldinu og íbúar gæddu sér á léttum veitingum.
23.05.2024
Síðastliðið föstudagskvöld hélt tónlistarhópurinn Músík í Mörk sumarlega gleðistund í Kaffi Mörk fyrir íbúa 60+. Karen Lind Ingudóttir kom og söng í upphafi kvölds og með henni var Jóhannes Guðjónsson á píanó en þau voru bæði að ljúka brottfararprófi frá FÍH og ætla áfram í Listaháskólann í haust. Síðla kvölds voru spilaðir ljúfir tónar á tjaldinu og íbúar gæddu sér á léttum veitingum.