Mikilvægi þess að hafa hlutverk

Það er mikilvægt lífið á enda að hafa hlutverk, leggja sitt af mörkum og vera þátttakandi í lífinu.

Jóga í Ási

Það er gott fyrir líkama og sál að stunda jóga og í Ási er heimilismönnum boðið að taka þátt í jógatímum.

Bingó vinsælt á Grund

Þegar boðið er upp á bingó á Grund fyllist hátíðasalurinn.

Spjallaði við heimilisfólk um "ástandið"

Bára Baldursdóttir sagnfræðingur og rithöfundur var gestur morgunstundar á Grund í gær. Hún ræddi við heimilisfólk um "ástandið" en Bára er höfundur bókarinnar Kynlegt stríð, ástandið í nýju ljósi.

Starfsfólk fræðist um Eden hugmyndafræðina

Þessa dagana stendur yfir annað Eden námskeið ársins í hátíðasal Grundar en það sækja starfsmenn Grundarheimilanna.

Iðnaðarmaður ársins 2024

Það er gaman að segja frá því að Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík sæmdi á dögunum heimilismanninn Ásgrím Jónasson rafvirkjameistara, - iðnaðarmann ársins 2024.

Notalegt í vinnustofu Markar

Margir heimilismenn koma niður í vinnustofu til að bjástra við eitthvað, prjóna, hekla, lesa, leysa krossgátur, teikna eða bara til að spjalla og fá sér kaffisopa.

Leikskólakrakkarnir slógu köttinn úr tunnunni

Á öskudag fengum við skemmtilega heimsókn í Mörk. Börn sem eru á leikskólanum Steinahlið komu þrammandi þaðan til okkar og eyddu morgninum með heimilisfólki. Meðal annars slógu þau köttinn úr tunnunni, sungu og spjölluðu. Allir skemmtu sér konunglega.

1400 rjómabollur á Grundarheimilunum

Það var um miðja nótt sem Benedikt Sigurbjörnsson bakari í Ási og hans aðstoðarfólk byrjaði að setja á rjómabollur fyrir bolludag. Alls voru það um 1400 rjómabollur sem voru bornar fram á Grundarheimilunum þetta árið. Að venju var kátína með bakkelsið og bollurnar runnu ljúflega ofan í heimilisfólk Grundar, Markar og Áss, starfsfólkið og íbúa hjá Íbúðum 60+.

Einstakt samband

Hún Maya Tatiana Nasser Alchae kemur oft með mömmu sinni Flor í vinnuna á 2-hæð hér í Mörk og bræðir okkur öll. Hún er einstök fimm ára stúlka og svo góð við heimilisfólkið. Hún heldur þó sérstaklega uppá Ásu Jörgensen sem býr á Miðbæ og kallar hana ömmu sína. Þær eiga í einstöku sambandi, leiðast um gangana, sitja saman og Maya segir Ásu sögur og teiknar myndir fyrir hana. Við hlökkum alltaf til þess að fá Mayu litlu í heimsókn.