Fréttir

1400 rjómabollur á Grundarheimilunum

Það var um miðja nótt sem Benedikt Sigurbjörnsson bakari í Ási og hans aðstoðarfólk byrjaði að setja á rjómabollur fyrir bolludag. Alls voru það um 1400 rjómabollur sem voru bornar fram á Grundarheimilunum þetta árið. Að venju var kátína með bakkelsið og bollurnar runnu ljúflega ofan í heimilisfólk Grundar, Markar og Áss, starfsfólkið og íbúa hjá Íbúðum 60+.

Stefnt að því að opna kaffihúsið fyrir sumarið

Það er stefnt að því að opna kaffihúsið fyrir sumarið, bygginguna sem nú er verið að reisa í suðurgarði heimilisins. Það styttist í að hægt verði að fara vinna við gólfin þ.e.a.s. fræsa fyrir gólfhita og leggja perlusteypu yfir.

Tónlist og heilabilun

Það er dásamlegt að upplifa hvað tónlist gerir mikið fyrir þá sem eru komnir með heilabilunarsjúkdóma sagði starfsmaður á Grund sem var að vitna í átta vikna námskeið sem er nýhafið á heimilinu undir yfirskriftinni Tónlist og heilabilun. Það er Magnea Tómasdóttir sópransöngkona og tónlistarkennari sem heldur utanum um námskeiðið en hún hefur lengi tengt tónlist og fólk með heilabilunarsjúkdóma. Grund hlaut styrk frá Oddfellowsystrum í Rbst. Nr.1 Bergþóru til að bjóða upp á námskeiðið og erum við hér á Grund þeim innilega þakklát í stúkunni fyrir að hugsa með þessum hlýhug til heimilisfólksins okkar sem komið er með heilabilunarsjúkdóma.

Eden námskeiðið vel sótt

Það var áhugasamur og flottur hópur frá Grundarheimilunum sem mætti á Eden námskeið Eden Alternative samtakanna nú í ársbyrjun. Margir voru að mæta á þriggja daga námskeið í fyrsta sinn á meðan einhverjir koma til að rifja upp. Grund vinnur þessa mánuðina að því að innleiða Eden hugmyndafræðina og með hækkandi sól verða öll Grundarheimilin þrjú, Grund, Ás og Mörk komin með vottun samtakanna sem Eden heimili. Ás og Mörk hafa um árabil verið vottuð Eden heimili.

Prjónaklúbburinn vinsæll

Á mánudögum hittast heimiliskonur á Litlu og Minni Grund og prjóna saman. Þórhalla, sem vinnur í iðju og félagsstarfi, heldur utan um stundirnar sem eru afskaplega notarlegar. Herrarnir sem hér búa eru auðvitað líka velkomnir í selskapinn en um þessar mundir eru það eingöngu konur sem mæta í prjónaklúbbinn.

Þorrabingó vinsælt

Það var boðið upp á þorrabingó í vikunni hér á Grund

Þrettándagleði á Grund

Það var haldið þrettándaball á Grund og mikið húllumhæ

Kjóll söngkonunnar vakti mikla athygli

Anna Margrét Káradóttir söngkona kom í heimsókn í morgunstund Grundar í gær og tók nokkur lög fyrir heimilisfólkið.

Fimmtíu starfsmenn sóttu íslenskunámskeið

Í vetur héldu Grundarheimilin áfram að bjóða upp á íslenskunám fyrir starfsfólk sitt í samstarfi við Mími símenntun. Mikill áhugi var á námskeiðunum og var boðið upp á bæði íslensku 1 og íslensku 3.

Jólalögin leikin fyrir heimilisfólk

Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar kom á aðventunni og lék jólalögin í hátíðasal.