Fréttir

Ljúfir tónar og heitt súkkulaði

Grund fagnar um þessar mundir 101 árs afmæli og býður jafnframt í foreldrakaffi sem hefur verið boðið í frá árinu 1925 með eintaka undantekningum

Söngurinn ómaði um húsið

Það var skemmtileg heimsóknin sem við fengum hingað á Grund í gær.

Síðasta sperran komin upp

Það er gaman að segja frá því að síðasta sperran er komin upp í kaffihúsið sem nú rís í garði Grunda

Einbýlavæðing heldur áfram

Framkvæmdir á þriðju hæð í austurhúsi Grundar ganga vel. Þar er verið að útbúa einbýli með snyrtingu.

Vinna við garðskála gengur vel

Nú er búið að steypa upp alla veggi garðhússins hér á Grund og verið að undirbúa uppsetningu límtrésbita í þakið

Frábær heimsókn

Ekki amalegt að fá svona heimsókn. Hingað stormuðu hressir krakkar frá leikskólanum Sælukoti og fóru um húsið syngjandi kát. Mikið var gaman að fá þessi líflegu og skemmtilegu börn til okkar. Við þökkum starfsfólkinu innilega fyrir að koma með þessa yndislegu gleðigjafa á Grund.

Tilkynning frá forstjóra

Um nokkurn tíma hefur rekstur Grundarheimilanna þyngst. Skýringuna má að mestu finna í fækkun heimilisfólks, meðal annars vegna breytinga á húsnæði og vegna þess að rýmin henta síður veikara fólki sem fjölgar ört. Á síðustu árum hefur heimilisfólki í Ási fækkað um 25 og á Grund um 13 (auk tímabundinnar fækkunar vegna framkvæmda). Rekstrarkostnaður ýmissar stoðþjónustu hefur ekki lækkað í sama hlutfalli og þar með geta heimilin ekki staðið undir honum til framtíðar að óbreyttu. Því þarf að ráðast í mjög þungbærar en nauðsynlegar skipulagsbreytingar.

Baðstofubarrokk á Grund

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn í hátíðasal. Tríóið Gadus Morhua hélt tónleika fyrir heimilisfólkið en þar eru á ferð Björk Níelsdóttir, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson. Yfirskrift tónleikanna var Fjárlög í fínum fötum. Samhljómur langspils og barokksellós var útgangspunktur hópsins, en tónlistarsköpunin einskonar baðstofubarrokk, Tónleikarnir voru endurskoðun á Fjárlögunum alkunnu, Íslensku söngvasafni sem kom út á árunum 1915-1916 og lögunum sem hafa verið sungin á nánast hverju heimili í rúmlega öld. Tríóinu eru færðar bestu þakkir fyrir frábæra tónleika.

Dyttað að á Grund

Það er alltaf verið að dytta að á Grund og fegra umhverfið. Hann Toddi hefur unnið lengi á Grund og hann sér um að mála innanhúss þegar á þarf að halda. Hann lætur ekki þar við sitja og málar líka úti þegar þarf. Þessa dagana eru það gluggarnir sem hann er að nostra við og gera fína fyrir veturinn.

Þjóðsögur í morgunstund

Alla miðvikudagsmorgna er boðið upp á samverustund í hátíðasal Grundar. Þá er boðið upp á jóga, slökun, upplestur og söng og alltaf kemur einhver gestur og fræðir eða skemmtir heimilisfólki. Gestur dagsins í dag var Björk Bjarnadóttir þjóðháttafræðingur sem bauð upp á sagnastund þar sem efnið voru þjóðsögur. Takk Björk fyrir að gefa þér tíma til að koma og fræða heimilisfólk.