06.12.2023
Það hefur skapast sú hefð á Grundarheimilunum að bjóða upp á hangikjöt með tilheyrandi meðlæti þann 1. desember og bjóða upp á rjómapönnukökur í eftirmat. Og þá er ekkert annað að gera en að bretta upp ermar eins og þær Rakel og Chutima gerðu og baka á sjö pönnum á annað þúsund pönnukökur. Geri aðrir betur.
05.12.2023
Jólasöngvar, sögur, hlátur, gleði og föndur. Þannig var andrúmsloftið á Litlu Grund þegar börn úr 5. bekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi komu í heimsókn í morgun.
29.11.2023
Grundarheimilin og tengdir aðilar óska eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2024-2026
Um er að ræða lög- og samningsbundnar tryggingar auk annarra trygginga (EES útboð nr. 2023-185419.)
Útboðsgögn er hægt að fá með því að senda tölvupóst á gudmundurm@consello.is
frá og með 24.11..2023 kl 10:00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Grundar, Hringbraut 50, 101 Reykjavík fyrir kl. 13:30, 21.12.2023 og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta.
15.11.2023
Í dag, fyrir hádegi, verður að venju boðið upp á morgunstund í hátíðasal Grundar.
11.11.2023
Grund hefur boðið heimilisfólki frá Víðihlíð í Grindavík að koma á heimilið og í dag hefur starfsfólk verið að undirbúa komu fólksins. Búið er að koma upp rúmum og aðstöðu í vinnustofunni á fjórðu hæð í austurhúsi. Alls hafa um sjö manns þegið að koma á Grund, starfsfólk hefur boðið fram starfskrafta sína á vaktir og það verður tekið vel á móti fólkinu nú um kvöldmatarleytið.
06.11.2023
Þegar fólk flytur á Grundarheimilin er lagt uppúr því að lífssaga fylgi viðkomandi. Lífssagan er eitt það mikilvægasta sem starfsfólkið fær í hendur um heimilismenn.
03.11.2023
Forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson flutti ávarp við upphaf alþjóðlegu tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves en að venju fór opnunarhátíðin fram á Grund
27.10.2023
Grund fagnar um þessar mundir 101 árs afmæli og býður jafnframt í foreldrakaffi sem hefur verið boðið í frá árinu 1925 með eintaka undantekningum
26.10.2023
Það var skemmtileg heimsóknin sem við fengum hingað á Grund í gær.
26.10.2023
Það er gaman að segja frá því að síðasta sperran er komin upp í kaffihúsið sem nú rís í garði Grunda