08.06.2023
Kórar Grundar og Markar komu saman og héldu vortónleika í hátíðasal Grundar nýverið. Það er frábært að sjá hvað heimilisfólkið nýtur þess að syngja saman í kór og lagavalið endurspeglaði sumarið sem framundan er. Starfsfólk og velunnarar skipa einnig kóra heimilanna og aðstandendur eru hjartanlega velkomnir. Eftir tónleikana var kórunum boðið í kaffisamsæti. Kristín Waage er kórstjóri Grundar og Markar kóranna.
21.04.2023
Stjórn Grundar hefur gengið frá ráðningu Karls Óttars Einarssonar í starf forstjóra Grundarheimilanna. Um leið var Gísli Páll Pálsson, fráfarandi forstjóri, ráðinn í hlutastarf sem stjórnarformaður Grundar frá sama tíma. Breytingarnar taka gildi þann 1. maí næstkomandi.
19.04.2023
Það er í nógu að snúast á Grundarheimilunum því auk hefðbundinna verka í eldhúsum heimilanna er verið að baka 800 pönnukökur sunnan heiða og 400 í Ási. Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður síðan boðið upp á pönnukökurnar með kaffinu á Grund, Ási og í Mörk. Takið eftir að hún Rakel lætur sig ekki muna um að baka á fimm pönnum í einu.
14.04.2023
Mörk hjúkrunarheimili og LSH hafa gert með sér samning um aðstoð við geðeiningar Markar. Er það geðsvið Landspítala sem veitir þjónustuna sem lýtur að markvíslegri fræðslu og ráðgjöf. Á myndinni undirrita Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna og Nanna Briem forstöðumaður geðheilbrigðisþjónustu Landspítala samninginn, sem gildir í þrjú ár.
04.04.2023
Það var svo sannarlega stuð í Mörk þegar hinn eini sanni Geirmundur Valtýsson kom og skemmti heimilisfólkinu okkar. Það var ekki hægt að sitja kyrr og hlusta því stuðið var svo mikið svo margir þustu út á gólf og tóku nokkur spor. Takk kærlega fyrir komuna og frábæra skemmtun.
10.03.2023
Þó það sé kalt úti þessa dagana þá er sól í sinni hjá okkur, verið að undirbúa páskana og guli liturinn allsráðandi. Hann minnir á vorið og sólina.
01.03.2023
Sigfríður Birna Sigmarsdóttir er starfsmaður okkar hér í Mörk. Hún ætlar að hjóla Jakobsveginn og safna í leiðinni fyrir heimilið Glaumbæ í Mörk. Sjá hér að neðan frekari upplýsingar frá henni um tilhögun ferðarinnar og söfnunina.
20.02.2023
Þór Pálsson framkvæmdastjóri hjá Rafmennt kom færandi hendi á Grund með 15 spjaldtölvur sem voru gjöf til Grundarheimilanna.
Rafmennt hefur gefið nemendum sem hefja grunnnám rafiðngreina spjaldtölvu til eigna. Á seinasta ári var ákveðið að breyta um styrk til grunnnámsnema. Þessi spjöld eru afgangur frá þessu verkefni og ákvað stjórn Rafmenntar að gefa þau til góðgerðarmála.
Á myndinni er Þór Pálsson fyrir miðju og Sigríður Sigurðardóttir og Kjartan Örn Júlíusson sitt hvoru megin að taka við þessari rausnarlegu gjöf. Rafmennt er þakkað af heilum hug fyrir spjaldtölvurnar og hulstrin sem fylgdu. Þær eiga eftir að koma sér mjög vel á Grundarheimilunum þremur.
18.02.2023
Konudagurinn er á morgun, sunnudag og við tókum aðeins forskot á sæluna í gær og gáfum öllum heimiliskonum Grundarheimilanna rós. Á morgun verður svo boðið upp á konudags ostaköku og konfekt með kaffinu.
17.02.2023
Lífshlaupið er hafið. Starfsfólk iðju- og sjúkraþjálfunar í Mörk hefur farið um húsið eins og stormsveipur með léttar og skemmtilegar æfingar í vikunni,
Það hafa verið frábærar viðtökur bæði hjá heimilis- og starfsfólki.