11.02.2024
Hún Maya Tatiana Nasser Alchae kemur oft með mömmu sinni Flor í vinnuna á 2-hæð hér í Mörk og bræðir okkur öll. Hún er einstök fimm ára stúlka og svo góð við heimilisfólkið. Hún heldur þó sérstaklega uppá Ásu Jörgensen sem býr á Miðbæ og kallar hana ömmu sína. Þær eiga í einstöku sambandi, leiðast um gangana, sitja saman og Maya segir Ásu sögur og teiknar myndir fyrir hana. Við hlökkum alltaf til þess að fá Mayu litlu í heimsókn.
08.02.2024
Jón Eyjólfur Jónsson er öldrunarlæknir á Grundarheimilunum sem tekur fullan þátt þegar eitthvað er um að vera á heimilunum.
08.02.2024
Sumar uppákomur eru bara aðeins betri en aðrar og svoleiðis hlýtur þessi dagsstund að hafa flokkast hér í Mörk. Nýbakaðar vöfflur, sérrístaup, kaffibolli og heitir bakstrar. Þetta var klárlega dekurdagur hjá iðjuþjálfuninni. Hversu ljúft
02.02.2024
Það var áhugasamur og flottur hópur frá Grundarheimilunum sem mætti á Eden námskeið Eden Alternative samtakanna nú í ársbyrjun. Margir voru að mæta á þriggja daga námskeið í fyrsta sinn á meðan einhverjir koma til að rifja upp.
Grund vinnur þessa mánuðina að því að innleiða Eden hugmyndafræðina og með hækkandi sól verða öll Grundarheimilin þrjú, Grund, Ás og Mörk komin með vottun samtakanna sem Eden heimili.
Ás og Mörk hafa um árabil verið vottuð Eden heimili.
31.01.2024
Söngstundirnar í Mörk eru ávallt vel sóttar og síðast voru þorralögin sungin. Heimilismenn kunnu auðsjáanlega vel að meta lagavalið því þeir tóku hressilega undir og salurinn ómaði af indælum söng.
09.01.2024
Í vetur héldu Grundarheimilin áfram að bjóða upp á íslenskunám fyrir starfsfólk sitt í samstarfi við Mími símenntun. Mikill áhugi var á námskeiðunum og var boðið upp á bæði íslensku 1 og íslensku 3.
05.01.2024
Við hér í Mörk fengum í heimsókn dásamlega gesti á aðventunni
24.12.2023
Grundarheimilin óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
14.12.2023
Jólabiingó er alltaf vinsælt hér í Mörk og þannig var það líka þetta árið
12.12.2023
Nú er allt á fullu í undirbúningi hjá okkur í Mörk fyrir jóla og áramótahátíðarnar. Að ýmsu er að hyggja við undirbúninginn svo vel takist til á svo stóru heimili.