01.02.2021
kynnið ykkur vel þær breytingar sem hér fara á eftir. Nú erum við að fóta okkur í nýju og breyttu landslagi eftir að heimilismenn eru flestir bólusettir. Við þurfum þó áfram að stíga varlega til jarðar.
Breytingar á sóttvarnarreglum frá 30. janúar 2021
Nú eru langflestir heimilismenn orðnir bólusettir við Covid 19. Það er þó mikilvægt að minna á það að bólusetning er ekki 100% vörn gegn sjúkdómnum. Áfram verða heimilismenn að gæta að persónubundnum sóttvörnum. Við getum hins vegar létt á ýmsum aðgerðum sem við höfum farið í hér í Ási og hafa haft það að markmiði að hindra að hópsmit breyddist úr meðal heimilismanna. Starfsfólk hefur ekki verið bólusett og þess vegna þarf áfram að gæta að sóttvörnum meðal þeirra.
1. Heimsóknir
Gestir eru velkomnir í heimsókn. Þeir þurfa að vera með maska við komu, spritta hendur og fara beint á herbergi heimilismanna, ekki dvelja í sameiginlegum rýmum. Við miðum þó við að aðeins tveir megi heimsækja hvern og einn í einu til þess að koma í veg fyrir að of margir séu samankomnir á heimilinu í einu (börn fædd 2005 eða seinna undanskilin). Opið er fyrir heimsóknir frá klukkan 13-18 alla daga.
Heimilismenn mega fara í heimsóknir til ættingja en verða að gæta að almennum sóttvörnum og spritta hendur við komu á heimilið aftur.
2. Matsalir
Hólfaskipting heimilismanna í matsal hættir, heimilismenn og starfsmenn halda áfram að spritta sig áður en komið er inn í matsal.
3. Dagdvöl
Opnum dagdvöl 1.febrúar, notendur þjónustunnar eru ekki allir fullbólusettir en hafa val um hvort þeir vilja mæta strax eða bíða þar til þeir eru bólusetningu er lokið.
4. Verslun
Opnum verslun 1.febrúar, viðskiptavinir spritta sig áður en þeir fara inn í verslun og það er bara einn inni í einu.
5. Vinnustofur
Óbreytt fyrirkomulag verður í vinnustofum, við opnum ekki á milli sóttvarnarhólfa svo sama skipting verður áfram.
6. Sjúkraþjálfun
Hættum skiptingu heimilismanna á milli sóttvarnarhólfa í sjúkraþjálfun en pössum vel að forðast blöndun starfsmanna.
7. Ferðir heimilismanna út í bæ
Við hvetjum heimilismenn ekki endilega til bæjarferða en ef fólk vill fara í verslanir eða heimsóknir út í bæ skal það gæta að almennum sóttvörnum og spritta sig við komuna til baka.
8. Maskanotkun
Starfsmenn þurfa áfram að nota maska þegar ekki er hægt að gæta að 2ja metra reglu milli starfsmanna. Heimilismenn þurfa að nota maska í samræmi við sóttvarnarreglur þegar þeir fara af heimilinu.
Birna Sif
01.02.2021
Breytingar á sóttvarnarreglum 29. janúar 2021
Nú eru langflestir heimilismenn orðnir bólusettir við Covid 19. Það er þó mikilvægt að minna á það að bólusetning er ekki 100% vörn gegn sjúkdómnum. Áfram verða heimilismenn að gæta að persónubundnum sóttvörnum. Við getum hins vegar létt á ýmsum aðgerðum sem við höfum farið í hér á hjúkrunarheimilinu og hafa haft það að markmiði að hindra að hópsmit breyddist úr meðal heimilismanna. Starfsfólk hefur ekki verið bólusett og þess vegna þarf áfram að gæta að sóttvörnum meðal þeirra.
1. Heimsóknir
Gestir eru velkomnir í heimsókn. Þeir þurfa að vera með maska við komu, spritta hendur og fara beint á herbergi heimilismanna, ekki dvelja í sameiginlegum rýmum. Við miðum þó við að aðeins tveir megi heimsækja hvern og einn í einu til þess að koma í veg fyrir að of margir séu samankomnir í rýminu (börn fædd 2005 eða seinna undanskilin). Opið er fyrir heimsóknir frá klukkan 13-18 alla daga.
Heimilismenn mega fara í heimsóknir til ættingja eða bíltúra en verða að gæta að almennum sóttvörnum og spritta hendur við komu á heimilið aftur.
2. Maskanotkun
Starfsmenn þurfa áfram að nota maska þegar ekki er hægt að gæta að 2ja metra reglunni milli starfsmanna. Heimilismenn þurfa að nota maska í samræmi við sóttvarnarreglur þegar þeir fara af heimilnu.
3. Kaffi Mörk
Vegna almennra fjöldatakmarkana í samfélaginu þá verður Kaffi Mörk áfram lokað fyrir heimilismenn hjúkrunarheimilisins og aðstandendur þeirra.
Áfram er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
• Eru í sóttkví eða bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku
• Eru með einhver einkenni eins og kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, kviðverki eða niðurgang
Fyrir hönd viðbragðsteymis Grundarheimilanna
Sigríður Sigurðardóttir
01.02.2021
Að loknum fundi með embætti Sóttvarnarlæknis sem var nú eftir hádegi taka nýjar reglur gildi á Grund frá og með deginum í dag. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir alla.
Nú eru langflestir heimilismenn orðnir bólusettir við Covid 19. Það er þó mikilvægt að minna á það að bólusetning er ekki 100% vörn gegn sjúkdómnum. Áfram verða heimilismenn að gæta að persónubundnum sóttvörnum. Við getum hins vegar létt á ýmsum aðgerðum sem við höfum farið í hér á hjúkrunarheimilinu og hafa haft það að markmiði að hindra að hópsmit breyddist úr meðal heimilismanna. Starfsfólk hefur ekki verið bólusett og þess vegna þarf áfram að gæta að sóttvörnum meðal þeirra.
1. Heimsóknir
Gestir eru velkomnir í heimsókn, ekki þarf að panta tíma. Gestir þurfa að vera með maska við komu, spritta hendur og fara beint á herbergi heimilismanna, ekki dvelja í sameiginlegum rýmum. Við miðum þó við að aðeins tveir megi heimsækja hvern og einn í einu, einu sinni á dag (börn fædd 2005 eða seinna undanskilin). Opið er fyrir heimsóknir frá klukkan 13-18 alla daga. Ekki er leyfilegt að staldra við og tala við starfsfólk á göngunum, eftir sem áður skal hringt í okkur ef ykkur vantar upplýsingar.
Heimilismenn mega fara í heimsóknir til ættingja eða bíltúra en verða að gæta að almennum sóttvörnum og spritta hendur við komu á heimilið aftur. Þeir heimilismenn sem ekki eru fullbólusettir, þ.e. þeir sem hafa ekki fengið síðari sprautuna þurfa að halda sig heima við í bili.
2. Maskanotkun
Starfsmenn þurfa áfram að nota maska þegar ekki er hægt að gæta að 2ja metra reglunni milli starfsmanna. Heimilismenn þurfa að nota maska í samræmi við sóttvarnarreglur þegar þeir fara af heimilnu. Heimsóknargestir þurfa að vera með maska.
Áfram er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
• Eru í sóttkví eða bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku
• Eru með einhver einkenni eins og kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, kviðverki eða niðurgang
• Hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá heimkomu.
• Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
Njótið helgarinnar með ykkar ástvinum
Mússa