02.12.2022
Það var rauður dagur í Mörk í gær og dagurinn tekinn með trompi eins og annað á þeim bæ. Myndirnar sem teknar voru á annarri hæðinni í gær endurspegla gleðina í húsinu.
01.12.2022
Þessa dagana eru heimilismenn í Mörk að búa til skemmtileg jólaré úr gömlum bókum. Heimilisfólk er áhugasamt um þetta verkefni en finnst sárt þegar gömlu bækurnar eur rifnar og tættar niður. Það eru breyttir tímar.
01.12.2022
Til margra ára hefur það verið til siðs að kalla 1. desember rauðan dag á Grund. Heimilisfólk og starfsfólk skarta einhverju rauðu og þegar Raggi Bjarna var á lífi kom hann og söng fyrir fullum sal. Í dag er rauður dagur á öllum Grundarheimilunum þremur. Hér á Grund byrjaði dagurinn eldsnemma með því að þær Chutima og Palika bökuðu pönnukökur. Fyrst hrærði Chutima í deigið og svo eru þær stöllur núna í nokkrar klukkustundir að baka hátt í 400 pönnukökur á fjórum til fimm pönnum. Í hádeginu gæðir fólk sér á kjötsúpu og fær sér svo pönnuköku með kaffinu.