Fréttir

Bóndadagur íbúa 60+

Bóndadeginum var fagnað hér í Mörkinni síðasta föstudag en hann markar upphaf Þorra. Það var boðið í Þorraveislu að hætti hússins með tilheyrandi súrmeti í matsalnum og Kaffi Mörk. Margir mættu í lopapeysum og þjóðlegum flíkum í tilefni dagsins.

Gleðileg jól

Gleðileg jól

Jólakveðja

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegar stundir á árinu sem er að líða. Hér eru myndir sem voru teknar á jólaballinu þann 15. desember. Skjóða kom í heimsókn og sagði jólasögu. Jólasveinabræður hennar komu líka og glöddu börnin með smá glaðning. Það var svo dansað í kringum jólatré og sungið dátt.

Tónakvöld íbúa í Kaffi Mörk

Föstudaginn 9. desember komu íbúar saman í Tónakvöldi í Kaffi Mörk. Jazzkvartett söngkonunnar Steingerðar Þorgilsdóttur kom og flutti ljúfa tóna við góðar undirtektir. Léttar veitingar og drykkir voru á boðstólnum. Viljum við þakka Steingerði og Jazzkvartett félögum hennar kærlega fyrir komuna og dásamlega kvöldstund.

Bleik Grundarheimili

Öll Grundarheimilin skarta bleiku í ár, í afmælismánuði Grundar sem fagnar aldarafmæli á morgun, laugardaginn 29. október.

Fólk og fjársjóðir

Thelma Hafþórsdóttir Byrd er iðjuþjálfi í Mörk og hér skrifar hún fallega hugleiðingu um fólk og fjársjóði.

Hátíðartónleikar í tilefni 100 ára afmælis Grundar

Það var svo sannarlega hátíðlegt á Grundarheimilunum í síðustu viku þegar Guðrún Gunnarsdóttir, Jógvan og Sigga Beinteins mættu og héldu tónleika í tilefni 100 ára afmælis Grundar sem er þann 29. október næstkomandi. Þetta frábæra tónlistarfólk söng lögin hans Fúsa við undirleik Gunnars Gunnarssonar, allt lög sem heimilisfólkið kannaðist svo vel við, Litla flugan, Dagný og Ég vil að börnin fái að fæðast stærri svo dæmi séu tekin. Margir sungu hástöfum með þeim þessi fallegu gömlu dægurlög og það sást líka glitta í gleðitár. Takk fyrir einstaka tónleika, hlýju og fallega nærveru.

Réttardagurinn

Á mánudaginn var réttardagur Grundarheimilanna. Íbúar íbúða 60+ lögðu leið sína í matsalinn í hádeginu í dýrindis íslenska kjötsúpu. Margir mættu í lopapeysu eða í lopaflík og var mikil réttarstemning. Gísli Páll forstjóri sagði smala sögur og var með fjórhjólið sitt í anddyrinu ásamt öllum þeim búnaði sem hann notar við smalamennskuna. Þökkum samveruna.

Vöfflukaffið farið af stað aftur hjá íbúum íbúða 60+

Fyrsta vöfflukaffið eftir sumarfrí var á mánudaginn. Það var góð mæting og mikil gleði meðal íbúa með að kaffið sé byrjað aftur. Allir íbúar eru velkomnir á mánudögum kl. 14:30-15:30 í Kaffi Mörk.