08.06.2022
Nýverið var sannkölluð uppskeruhátíð hjá kórunum í Mörk og á Grund en kórarnir sameinuðust og héldu í vorferð. Ferðinni var heitið í Ás í Hveragerði þar sem sungið var fyrir heimilismenn og lífsins notið í sól og blíðu. Frábær ferð þar sem tónleikagestir nutu sem og kórarnir.
09.05.2022
Púttvöllurinn hefur verið opnaður á ný. Í tilefni af því hittist pútthópurinn í síðustu viku og tók saman fyrsta pútt ársins.
22.04.2022
Við óskum ykkur gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn sem er að líða.
16.12.2021
Hér má sjá ástríðufulla kylfinga á púttvellinum í Mörk í lok nóvember. Þau láta ekki smá snjókomu stoppa sig, klæða sig bara eftir veðri. Púttvöllurinn er mikið notaður hjá okkur en á þriðjudögum hittast nokkrir íbúar og taka saman pútt, að því loknu fara þau í Kaffi Mörk og fá sér veitingar. Púttvöllurinn er kominn í smá vetrarfrí núna en verður opnaður aftur þegar fer að vora.
11.06.2021
Skrifstofa íbúa 60+ verður lokuð dagana
24. júní - 11. júlí og
30. júlí - 13. ágúst 2021 vegna sumarleyfa.
Vinsamlegast leitið upplýsinga í Boggubúð.
25.02.2021
Nú stendur þeim sem búa í Íbúðum 60+ til boða að taka þátt í jógateygjum, stólaleikfimi, sundleikfimi og leiðbeiningum í tækjasal. Þáttakan hefur verið vonum framar og mikil gleði hjá íbúum með að geta nú aftur tekið á og verið í líkamsrækt. Það var fjör í sundlaug heilsulindar Markar í morgun eins og sést á myndinni.
06.01.2021
Ég óska heimilisfólki og starfsfólki Grundarheimilanna gleðilegs árs og farsældar á nýju ári.
Ég þakka af alhug þá þrautseigju, fórnfýsi, hlýju og kærleika sem þið hafið öll sýnt á þessu sérstaka ári sem nú er liðið.
Við horfum bjartsýn til nýs árs.
Hugheilar kveðjur.
Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna.
30.12.2020
Íbúum í íbúðum60+ í Mörk var boðið upp á skötu í hádeginu á Þorláksmessu