Eden könnun á leið til aðstandenda

Kæru aðstandendur Á næstunni mun berast til ykkar vefslóð á könnun sem við biðjum ykkur um að svara með ykkar heimilismanni. Könnunin byggir á staðlaðri og þýddri könnun frá Edensamtökunum og hjálpar okkur við innra starf á heimilunum. Það er mikilvægt að heyra hvað við erum að gera vel en ekki síðu hvar við getum bætt okkur. Því vonumst við til að þú getir gefið þér tíma tilað svara könnuninni með heimilismanni. Eftir nokkrar vikur mun svipuð könnun berast en hún er fyrir aðstandendur einvörðungu og þegar hún berst þá biðjum við ykkur um að svara henni líka.

Slökun í Bæjarási

Notalegur morgun í Bæjarási þegar Fanney iðjuþjálfi heimsótti heimilisfólkið þar og bauð upp á slökun. Heitir bakstrar á axlir og hlýjir ullarvettlingar á hendur. Ljúf rödd sem leiddi heimilisfólkið smám saman í kyrrð og ró

Bíó í hátíðasal

Í gær var boðið upp á bíósýningu í hátíðasal Grundar þar sem sýnd var heimildamyndin sem gerð var um Grund á hundrað ára afmæli heimilisins árið 2022. Heimiismenn voru áhugasemir og boðið var upp á hressingu í hléi eins og vera ber.

Æfingar í sundlauginni á Grund

Sumarið 1954 var tekin í notkun sundlaug á Grund og enn er hún í notkun. Hún er ekki stór en hún er heit og notaleg. Það er dásamlegt að gera æfingar í sundlauginni sem opin er tvisvar í viku. Áhugasamir heimilismenn eða aðstandendur þeirra hafi samband við sjúkraþjálfunina eða í gegnum deildarstjóra til að fá tíma í lauginni. Það er lyfta ofan í laugina fyrir þá sem þurfa

Hattaball Grundar

Það var fjör á hattaballi Grundar á öskudag. Allir sem vettlingi gátu valdið skörtuðu skrautlegum höfuðfötum og sumir fóru meira að segja í búning til að lífga upp á tilveruna. Við erum svo heppin hér á Grund að eiga orðið myndarlegt safn af höttum sem við lánum þeim heimlismönnum og starfsfólki sem ekki á. Hið vinsæla Grundarband lék fyrir dansi en harmonikkuleikararnir koma til okkar í sjálfboðavinnu í hverjum mánuði og gleðja okkur með harmonikkuleik.

Öskudagur tekinn með trompi

Öskudagurinn var tekinn með trompi í Mörk og bæði starfsfólk og heimilisfólk lífguðu upp á daginn með að skarta búningum. Börn frá leikskólanum Steinahlíð komu svo í heimsókn og slógu köttinn úr tunnunni og þá færðist fjör í leikinn í húsinu hjá okkur.

Heilsuvika í Mörk 60+

Síðasta vika var Heilsuvika í Mörk. Í tilefni af því var boðið upp á heilsusamlegar súpur í Kaffi Mörk, heilsukökur og chia graut, og Boggubúð var með heilsutilboð af ýmsum vörum. Á mánudeginum fengum við í 60+ til okkar sálfræðinginn Harald S. Þorsteinsson frá Heilsubrú og var hann með fyrirlestur um mikilvægi svefns, á fimmtudeginum var boðið upp á heita bakstra, vax og handanudd í iðju og í Heilsulind var boðið upp á samflot.

Gáfu öllum heimiliskonum rós

Í tilefni konudags í gær fengu allar heimiliskonur á Grundarheimilunum rós að gjöf. 🥰 Tæplega þrjú hundruð rósir sem heimiliskonur fengu eru gjöf frá Ræktunarstöðinni í Hveragerði og að sögn Jóhanns Ísleifssonar blómabónda var ljúft að geta glatt heimiliskonurnar með þessari rósasendingu. Í fyrra gáfu þeir líka rósir á heimilin á konudaginn. Grundarheimilin þakka Ræktunarstöðinni fyrir þessa hlýju og fallegu gjöf.🌹

Fjör á heilsudögum í Mörk

Það standa yfir heilsudagar í Mörk þessa dagana. Heimilisfólkið hefur tekið þátt í ýmsum óhefðbundnum æfingum og haft gaman af. Það er dansað, blöðrur gegna hlutverki og svo eru ýmsir boltaleikir vinsælir. Það er ekki annað að sjá en heimilisfólkið elski þessa tilbreytingu.

Heilsudagar á Grund

Það standa yfir heilsudagar á Grund þessa dagana. Heimilisfólkið hefur tekið þátt í ýmsum óhefðbundnum æfingum og haft gaman af. Hér eru það blöðrur sem gegna lykilhlutverki og eitthvað koma líka gosflöskur við