Allar fréttir

Sjúkraliðanemar í heimsókn

Í dag komu um 45 sjúkraliðanemar frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti að kynna sér starfsemina í Mörk

Skáru út grasker fyrir hrekkjavöku

Heimilisfólk og starfsfólk í Ási tók höndum saman og skreytti og skar úr grasker fyrir hrekkjavökuna sem var í gær

Ljúfir tónar og heitt súkkulaði

Grund fagnar um þessar mundir 101 árs afmæli og býður jafnframt í foreldrakaffi sem hefur verið boðið í frá árinu 1925 með eintaka undantekningum

Söngurinn ómaði um húsið

Það var skemmtileg heimsóknin sem við fengum hingað á Grund í gær.

Síðasta sperran komin upp

Það er gaman að segja frá því að síðasta sperran er komin upp í kaffihúsið sem nú rís í garði Grunda

Bleikur dagur í Mörk

Bleiki dagurinn í síðustu viku var tekinn með trompi í Mörk.

Einbýlavæðing heldur áfram

Framkvæmdir á þriðju hæð í austurhúsi Grundar ganga vel. Þar er verið að útbúa einbýli með snyrtingu.

Vinna við garðskála gengur vel

Nú er búið að steypa upp alla veggi garðhússins hér á Grund og verið að undirbúa uppsetningu límtrésbita í þakið

Frábær heimsókn

Ekki amalegt að fá svona heimsókn. Hingað stormuðu hressir krakkar frá leikskólanum Sælukoti og fóru um húsið syngjandi kát. Mikið var gaman að fá þessi líflegu og skemmtilegu börn til okkar. Við þökkum starfsfólkinu innilega fyrir að koma með þessa yndislegu gleðigjafa á Grund.

Tilkynning frá forstjóra

Um nokkurn tíma hefur rekstur Grundarheimilanna þyngst. Skýringuna má að mestu finna í fækkun heimilisfólks, meðal annars vegna breytinga á húsnæði og vegna þess að rýmin henta síður veikara fólki sem fjölgar ört. Á síðustu árum hefur heimilisfólki í Ási fækkað um 25 og á Grund um 13 (auk tímabundinnar fækkunar vegna framkvæmda). Rekstrarkostnaður ýmissar stoðþjónustu hefur ekki lækkað í sama hlutfalli og þar með geta heimilin ekki staðið undir honum til framtíðar að óbreyttu. Því þarf að ráðast í mjög þungbærar en nauðsynlegar skipulagsbreytingar.