Allar fréttir

Sumarhátíð í Mörk

Sumarhátíð í Ási

Sumarhátíð á Grund

Verður þú á Blómstrandi dögum um helgina?

Gestir í morgunstund Grundar

Guðmundur Ingi Halldórsson var gestur okkar í morgunstund í gær hér á Grund. Hann lék nokkur lög fyrir heimilisfólk. Að venju var síðan boðið upp á léttar jógaæfingar. Jógakennarinn Shinde kemur í sjálfboðavinnu alla miðvikudaga og býður heimilismönnum upp á teygjuæfingar sem bæta líkamsgetu og auka vöðvastyrk. Einnig öndunaræfingar og æfingar fyrir andlegan styrk.

Skelltu sér á kaffihús

Nokkrir heimilismenn og starfsfólk sem búa og starfa á 2. hæð í Mörk ákváðu að bregða undir sig betri fætinum í vikunni.

Völlurinn nýsleginn

Púttvöllurinn í Ási er nýsleginn og bíður þess að áhugasamir komi og pútti.

Smurbrauð getur verið lítið listaverk

Hún mætir hálftíu á morgnana á Kaffi Mörk og fer að undirbúa daginn. Lára Magnea Jónsdóttir er fjölhæf kona og á milli þess sem hún sést skjótast fram og til baka á kaffihúsinu vinnur hún við sitthvað annað. Oftast er það menningararfurinn sem á hug hennar og þá helst íslenskur útsaumur og gömul íslensk mynstur. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir fékk sér cappucino með Láru og forvitnaðist um þessa orkumiklu konu sem tekur á móti gestum kaffihússins í Mörk.

Blómarósir

Þær eru víða hjá okkur blómarósirnar hér í Ási sem eru með græna fingur og hlú að plöntunum úti sem inni.

Afþökkuðu útileikfimi vegna hita

Það stóð til í vikunni að bjóða upp á stólaleikfimi í sólinni sem leikið hefur við okkur undanfarið. En heimilisfólkið afþakkaði pent. Því fannst of heitt úti. Svo leikfimin var færð inn í hús og sumir höfðu bara sólhattana á sér áfram.