23.08.2023
Það var kátt yfir mannskapnum þegar blásið var til sumarhátíðar á Grund. Afþví verið er að reisa kaffihús í suðurgarði heimilsins var hátíðin í portinu bakvið heimilið.
Melónur, ís, gos, sætindi og flatkökur með hangikjöti var meðal þess sem boðið var uppá, Jón Ólafur mætti með harmonikkuna og svo tróð stúlknabandið Tónafljóð upp og lék sígild gömul dægurlög sem allir gátu tekið undir með.
Blaðrarinn var mættur og gladdi ungviðið og síðan var boðið upp á andlitsmálun líka. Flottur og sólríkur dagur hér á Grund og kæru aðstandendur, starfsfólk og kæru börn sem glödduð okkur í dag. Takk fyrir komuna. Það var gaman að fá ykkur í heimsókn. Heimilisfólk virtist alsælt með daginn.
10.08.2023
Guðmundur Ingi Halldórsson var gestur okkar í morgunstund í gær hér á Grund. Hann lék nokkur lög fyrir heimilisfólk.
Að venju var síðan boðið upp á léttar jógaæfingar. Jógakennarinn Shinde kemur í sjálfboðavinnu alla miðvikudaga og býður heimilismönnum upp á teygjuæfingar sem bæta líkamsgetu og auka vöðvastyrk. Einnig öndunaræfingar og æfingar fyrir andlegan styrk.
10.08.2023
Nokkrir heimilismenn og starfsfólk sem búa og starfa á 2. hæð í Mörk ákváðu að bregða undir sig betri fætinum í vikunni.
09.08.2023
Púttvöllurinn í Ási er nýsleginn og bíður þess að áhugasamir komi og pútti.
25.07.2023
Hún mætir hálftíu á morgnana á Kaffi Mörk og fer að undirbúa daginn. Lára Magnea Jónsdóttir er fjölhæf kona og á milli þess sem hún sést skjótast fram og til baka á kaffihúsinu vinnur hún við sitthvað annað. Oftast er það menningararfurinn sem á hug hennar og þá helst íslenskur útsaumur og gömul íslensk mynstur. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir fékk sér cappucino með Láru og forvitnaðist um þessa orkumiklu konu sem tekur á móti gestum kaffihússins í Mörk.
20.07.2023
Þær eru víða hjá okkur blómarósirnar hér í Ási sem eru með græna fingur og hlú að plöntunum úti sem inni.