22.02.2024
Bára Baldursdóttir sagnfræðingur og rithöfundur var gestur morgunstundar á Grund í gær. Hún ræddi við heimilisfólk um "ástandið" en Bára er höfundur bókarinnar Kynlegt stríð, ástandið í nýju ljósi.
22.02.2024
Þessa dagana stendur yfir annað Eden námskeið ársins í hátíðasal Grundar en það sækja starfsmenn Grundarheimilanna.
20.02.2024
Það er gaman að segja frá því að Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík sæmdi á dögunum heimilismanninn Ásgrím Jónasson rafvirkjameistara, - iðnaðarmann ársins 2024.
19.02.2024
Margir heimilismenn koma niður í vinnustofu til að bjástra við eitthvað, prjóna, hekla, lesa, leysa krossgátur, teikna eða bara til að spjalla og fá sér kaffisopa.
19.02.2024
Á öskudag fengum við skemmtilega heimsókn í Mörk. Börn sem eru á leikskólanum Steinahlið komu þrammandi þaðan til okkar og eyddu morgninum með heimilisfólki. Meðal annars slógu þau köttinn úr tunnunni, sungu og spjölluðu. Allir skemmtu sér konunglega.
15.02.2024
Það var um miðja nótt sem Benedikt Sigurbjörnsson bakari í Ási og hans aðstoðarfólk byrjaði að setja á rjómabollur fyrir bolludag. Alls voru það um 1400 rjómabollur sem voru bornar fram á Grundarheimilunum þetta árið. Að venju var kátína með bakkelsið og bollurnar runnu ljúflega ofan í heimilisfólk Grundar, Markar og Áss, starfsfólkið og íbúa hjá Íbúðum 60+.
11.02.2024
Hún Maya Tatiana Nasser Alchae kemur oft með mömmu sinni Flor í vinnuna á 2-hæð hér í Mörk og bræðir okkur öll. Hún er einstök fimm ára stúlka og svo góð við heimilisfólkið. Hún heldur þó sérstaklega uppá Ásu Jörgensen sem býr á Miðbæ og kallar hana ömmu sína. Þær eiga í einstöku sambandi, leiðast um gangana, sitja saman og Maya segir Ásu sögur og teiknar myndir fyrir hana. Við hlökkum alltaf til þess að fá Mayu litlu í heimsókn.
09.02.2024
Það er stefnt að því að opna kaffihúsið fyrir sumarið, bygginguna sem nú er verið að reisa í suðurgarði heimilisins. Það styttist í að hægt verði að fara vinna við gólfin þ.e.a.s. fræsa fyrir gólfhita og leggja perlusteypu yfir.
08.02.2024
Jón Eyjólfur Jónsson er öldrunarlæknir á Grundarheimilunum sem tekur fullan þátt þegar eitthvað er um að vera á heimilunum.
08.02.2024
Sumar uppákomur eru bara aðeins betri en aðrar og svoleiðis hlýtur þessi dagsstund að hafa flokkast hér í Mörk. Nýbakaðar vöfflur, sérrístaup, kaffibolli og heitir bakstrar. Þetta var klárlega dekurdagur hjá iðjuþjálfuninni. Hversu ljúft