30.04.2024
Um að gera að nýta þessa dásamlegu daga til útivistar og það er svo sannarlega gert hér í Ási, Gönguferðir og jafnvel teygjuæfingarnar gerðar undir berum himni
26.04.2024
Það var föstudags"fílingur" á Litlu Grund rétt fyrir hádegið þegar þeir Jón Ólafur Þorsteinsson og Jose Luis Anderson Esquivel léku á harmonikku og gítar og sungu vinsæl gömul dægurlög. Það er nóg um tónlist á heimilinu í dag því eftir hádegi eru síðan tónleikar í hátíðasal heimilsins.
22.04.2024
Það var sérstaklega vel mætt á dansleikinn í hátíðasal Grundar þegar vinsæla Grundarbandið okkar kom og lék fyrir dansi nýlega. Starfsfólk dansaði með heimilisfólki og allir nutu stundarinnar.
08.04.2024
Í áravís höfum við fengið til okkar skemmtilega vorboða í heimsókn, hóp nemenda frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Þeir koma árlega til okkar í tilefni af Peysufatadeginum.
04.04.2024
Fátt betur sótt hér í Ási en bingó og fyrir páskana eru vinningarnir skemmtilegir og þátttakan frábær.
22.03.2024
Það var fjör á diskótekinu í Mörk í gær
22.03.2024
Það styttist í páska og allt tómstundastarf ber þess merki þessa dagana
20.03.2024
Í dag var aðstandendum Grundarheimilanna boðið að koma í Mörk og kynna sér hvernig hægt er að gera lífssögu fyrir heimilismann.
20.03.2024
Í lok lífshlaupsins hófust mánudagsgöngur heimilismanna og starfsfólks á ný hér í Ási.