28.06.2024
Það er verið að gera við hjúkrunarheimilið hér í Ási svo það var ákveðið að fara í lautarferð fyrir utan Vesturás í góða verðrinu. Nestinu var pakkað í poka og allir héldu af stað yfir götuna, loksins þegar sólin lét sjá sig.
25.06.2024
Það hefur ekki farið framhjá neinum sem leið á um Grundarheimilin að búið er að gróðursetja þúsundir plantna á heimilunum, í görðum, á svölum, við gangstíga og í sólstofum. Jónas Þór Sigurbjörnsson, garðyrkjustjóri Grundarehimilanna, segir að sáð hafi verið um fyrir um 10-11.000 sumarblómum, morgunfrúm, stjúpum, dalíum, tóbakshornum og svo mætti áfram telja. Auk þess segir Jónas að uppskeran sé ríkuleg af agúrkum og tómötum og kirsuberjatómötum og einnig er vex salat vel. Þegar búið er að fara með grænmetið í eldhús Grundarheimilanna gefst starfsfólki kostur á að kaupa á vægu verði agúrkur og tómata og það hefur mælst vel fyrir.
16.06.2024
Bara svo þið séuð með það alveg á hreinu þá eru það þessi fjögur fræknu sem pakka inn grænmetinu okkar í Ási og passa að það komist í eldhús Grundarheimilanna og í sölu í verslanirnar okkar þrjár. Frá vinstri Alyssa Rós, Rakel Rós, Siggi sæti og Viktor Berg.
14.06.2024
Það er alveg sérstök stemning í Ási þegar sumarblómin úr gróðurhúsunum koma á svæðið. Heimilisfólk kemur og velur sér sumarblóm í potta og ker og svo hjálpast starfsfólk og heimilisfólk að við gróðursetninguna
12.06.2024
Sumir dagar eru aðeins betri en aðrir og þannig var það nú nýlega þegar skellt var í vöfflur og heimilismönnum boðið til veislu. Það er alveg sérstök stemmning sem fylgir þegar boðið er upp á nýbakaðar vöfflur með sultu og rjóma.
12.06.2024
Stundum þarf ekki annað til en að vera bara í stíl og dagurinn verður bjartur og skemmtilegur.😍🥰 Hér eru vinkonurnar Birna, Elín Magnea og Guðmunda hressar og kátar að venju.
04.06.2024
Lionsklúbburinn Njörður færði heimilinu rausnarlega gjöf á dögunum, fjölþjálfa sem fulltrúar klúbbsins færðu sjúkraþjálfuninni okkar hér í Ási. Fjölþjálfinn á eftir að koma sér vel og nýtast mörgum heimilismönnum. Lionsklúbbnum eru færðar bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf.
22.05.2024
Diskóið var tekið með trompi í Ási nú í vikunni. Heimilismenn kunnu svo sannarlega að meta dansleikinn og það var öllu til tjaldað. Matsalurinn var skreyttur hátt og lágt og það var ekki bara tjúttað heldur tóku allir undir þegar gömlu góðu diskólögin ómuðu um salinn.
16.05.2024
Nú stendur yfir myndlistarsýning nokkura heimilismanna og starfsmanna Áss í bókasafni Hveragerðis.
Á sýningunni eru m.a. vatnslitamyndir, akrílmyndir, olíumyndir og ljósmyndir. Sýningin er öllum opin og stendur út maímánuð.
30.04.2024
Það er alveg vinsælt að púsla í Ási... Hér er sko legið yfir einu og styttist í að hægt sé að byrja á nýju.