Fréttir

Gáfu heimilinu fjölþjálfa

Lionsklúbburinn Njörður færði heimilinu rausnarlega gjöf á dögunum, fjölþjálfa sem fulltrúar klúbbsins færðu sjúkraþjálfuninni okkar hér í Ási. Fjölþjálfinn á eftir að koma sér vel og nýtast mörgum heimilismönnum. Lionsklúbbnum eru færðar bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf.

Diskó í Ási

Diskóið var tekið með trompi í Ási nú í vikunni. Heimilismenn kunnu svo sannarlega að meta dansleikinn og það var öllu til tjaldað. Matsalurinn var skreyttur hátt og lágt og það var ekki bara tjúttað heldur tóku allir undir þegar gömlu góðu diskólögin ómuðu um salinn.

Heimilisfólk sýnir verk á bókasafni Hveragerðis

Nú stendur yfir myndlistarsýning nokkura heimilismanna og starfsmanna Áss í bókasafni Hveragerðis. Á sýningunni eru m.a. vatnslitamyndir, akrílmyndir, olíumyndir og ljósmyndir. Sýningin er öllum opin og stendur út maímánuð.

Púslað í gríð og erg

Það er alveg vinsælt að púsla í Ási... Hér er sko legið yfir einu og styttist í að hægt sé að byrja á nýju.

Útivera í góða veðrinu

Um að gera að nýta þessa dásamlegu daga til útivistar og það er svo sannarlega gert hér í Ási, Gönguferðir og jafnvel teygjuæfingarnar gerðar undir berum himni

Áhugaverður fundur

Páskabingó vel sótt

Fátt betur sótt hér í Ási en bingó og fyrir páskana eru vinningarnir skemmtilegir og þátttakan frábær.

Viltu útbúa lífssögu fyrir mömmu eða ömmu?

Í dag var aðstandendum Grundarheimilanna boðið að koma í Mörk og kynna sér hvernig hægt er að gera lífssögu fyrir heimilismann.

Vikulegar gönguferðir í Ási

Í lok lífshlaupsins hófust mánudagsgöngur heimilismanna og starfsfólks á ný hér í Ási.

Viltu útbúa lífssögu fyrir þinn aðstandanda?

Miðvikudaginn 20. mars klukkan 17:00 bjóðum við aðstandendum heimilisfólks á Grund, Mörk og í Ási að koma í matsal Markar á 1. hæð og fræðast um lífssöguna og mikilvægi hennar. Við bjóðum aðstandendum að gera lífssögu síns aðstandanda á veggspjald og útvegum það sem til þarf nema koma þarf með útprentaðar ljósmyndir af heimilismanni frá mismunandi aldursskeiðum.