Fréttir

Heit eggjakaka í morgunmat

Stundum er gott að bregða út af vananum og það er einmitt það sem gert var í eldhúsinu á Litlu Grund fyrir síðustu helgi. Þá ákvað starfsfólkið að skella í eggjaköku og bjóða með hafragrautnum og því venjulega sem er á boðstólum á morgnana. Það var almenn ánægja með tilbreytinguna.

Sigraði í þorrabingói

Árni Friðrik sigraði Þorrabingó Grundar 2022. Hann fékk bindi og klút í verðlaun sem hann var ekki lengi að skreyta sig með.

Þorramatur og tóm gleði

Öll PCR próf sem voru tekin í dag reyndust neikvæð. Það var stemning í hádeginu hjá okkur á Litlu og Minni Grund og loksins fengum við þorramatinn. Flestir eru lausir úr einangrun en þó ekki allir og við opnum fyrir heimsóknir á Litlu og Minni Grund á ný næsta þriðjudag. Við erum fegin að sjá fyrir endann á þessu og förum glöð inn í helgina

Herrarnir fengu allir glaðning

Bóndadagurinn var fyrir nokkru og pínulítið seint að birta þessar myndir en stóðumst bara ekki mátið. Herrarnir á Grund fengu allir glaðning á bóndadaginn og voru alsælir. Harðfiskur og smjör féll í kramið en líka malt og appelsínið og súkkulaðið.

Táknræna tré Grundarheimilanna komið upp á vegg

Nú er búið að setja þetta myndarlega skýli yfir aðal inngang heimilisins. Þá er þar einnig komið stórt skilti með fallega trénu sem einkennir allt sem merkt er Grund og Grundarheimilunum. Þá hefur sjálfum innganginum verið breytt og hann er nú að öllu leyti þægilegri fyrir þá sem eru með göngugrindur eða í hjólastól. Það er alltaf verið að breyta og bæta

Nemendur úr Vesturbæjarskóla sungu jólalögin

Það var ánægjuleg heimsóknin sem við fengum á Litlu og Minni Grund fyrir jólin. Nemendur úr 6. bekk i Vesturbæjarskóla komu og sungu jólalögin fyrir heimilismenn. Þvílík gleði sem skein úr andlitum fólksins við að hlusta á þessi yndislegu ungmenni syngja inn jólin hjá okkur. Takk kærlega fyrir frábæra heimsókn. Hlökkum til að sjá ykkur næst.

Laufabrauð og lestur

Notaleg stund í gær í austurhúsi Grundar þar sem heimilisfólk sat saman og skar út laufabrauð, las Heimilispóstinn og prjónaði. Já aðventan er ósköp notaleg hér hjá okkur á Grund.

Heimilisfólk útbýr jólasendingu til aðstandenda

Heimilisfólk var að pakka jólaútgáfu Heimilispóstsins í gær sem fara á til aðstandenda í pósti.

Pakka Heimilispósti til aðstandenda

Heimilisfólk var að pakka jólaútgáfu Heimilispóstisins í gær sem fara á til aðstandenda í pósti. Dásamleg stund þar sem spjallað var um allt milli himins og jarðar og ánægjan ekki síst fólgin í að geta orðið að liði og hafa hlutverk.

Kæru heimilismenn og aðstandendur

Nú verðum við að taka höndum saman, sem aldrei fyrr, til þess að verja heimilisfólk og starfsfólk smiti. Eftirfarandi reglur gilda frá 21.desember: