Fréttir

Gáfu Grund rafknúna göngugrind

Jóhann Árnason kom á dögunum færandi hendi á Grund fyrir hönd Oddfellowstúkunnar Þorkels Mána með háa rafknúna göngugrind. Slíkt hjálpartæki mun koma sér afskaplega vel og er stúkunni hjartanlega þakkað fyrir þessa rausnarlegu gjöf og Jóhanni fyrir komuna. Hér tekur Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna við þessari góðu gjöf frá Jóhanni Árnasyni.

Glænýjar gulrætur í hús

Þó komið sé fram í desember erum við enn að taka upp gulrætur í gróðurhúsum okkar í Ási í Hveragerði. Það eru því glænýjar gulrætur sem heimilismenn á Grundarheimilunum eru að fá með matnum þessa dagana.

Jólapeysudagur á Grundarheimilunum

Það var jólapeysudagur á Grundarheimilunum í gær og mikið stuð. Heimilismenn dáðust að litskrúðugum peysunum og einstaka áttu sjálfir eitthvað rautt sem þeir skörtuðu starfsfólkinu til samlætis. Góður dagur á Grundarheimilunum þremur, Grund, Mörk og í Ási.

Og það er bakað og bakað

Það er verið að baka víða á Grund, smákökuilmur tekur á móti manni í setustofum heimilisins. Nokkrar myndir sem teknar hafa verið undanfarna daga

Jólabaksturinn á Litlu Grund

Það var virkilega notalegt á Litlu Grund þegar heimilismenn sátu við jólatónlist og bökuðu smákökur síðastliðinn laugardag. Það var síðan boðið upp á nýbakaðar smákökur með kaffinu.

Lionsklúbbur Seltjarnarness gefur loftdýnur

Lionsklúbbur Seltjarnarness kom færandi hendi fyrir helgi með tvær loftdýnur handa heimilisfólki. Dýnurnar nýtast mjög vel þegar varna á legusárum og koma sér afskaplega vel hér á Grund. Lionsklúbbnum er innilega þakkað fyrir höfðinglega gjöf

Um að gera að liðka sig eftir morgunmatinn

Það er notalegt að byrja daginn með stólaleikfimi til að liðka sig aðeins fyrir daginn eða það finnst að minnsta kosti mörgum heimilismönnum sem búa á Litlu og Minni Grund. Þessi mynd var tekin í morgun þegar fólk dreif sig í leikfimina eftir morgunmatinn

Dásamlegt dömukaffi

Það er alltaf gaman þegar konur koma saman og spjalla og svo ekki sé nú talað um ef boðið er upp á góðar veitingar líka. Þannig var það hjá heimiliskonum sem búa í vesturhúsi Grundar í síðustu viku. Frábær félagsskapur og dýrindis veitingar.

Fyrrum starfsmenn heiðraðir

Eins og venja er á starfsmannakvöldum Grundarheimilanna eru fyrrum starfsmenn heiðraðir. Þessi mynd var tekin af fyrrverandi starfsfólki Grundar þegar Gísli Páll Pálsson þakkaði þeim vel unnin störf og færði þeim blómvönd sem þakklætisvott.

A-1 með flottustu skreytingarnar

Nú er búið að veita verðlaun fyrir flottustu skreytingarnar á hrekkjavöku hér á Grund.