Fréttir

Vel mætt á kóræfingu

Heimilisfólk er svo sannarlega ánægt með að allur Grundarkórinn megi nú koma saman á ný

Gaf Grund aldagamla bók

Ásgeir Jóhannesson forystumaður í Sunnuhlíð færði Grund á dögunum bók að gjöf en hann er einn af upphafs- og ábyrgðarmönnum þess að Sunnuhlíð var reist og tekin í notkun árið 1982. Gísli Sigurbjörnsson, þáverandi forstjóri Grundar og sonur sr. Sigurbjörns Á Gíslasonar eins stofnenda Grundar, studdi uppbyggingu Sunnuhlíðar með góðum ráðum og verulegum fjárframlögum.

Margar hugmyndir sem koma upp á heimilisráðsfundum

Í mörg ár höfum við verið með heimilismannaráðsfundi hér á Grund .En vegna Covid hafa þeir legið niðri. Það var ánægjulegt þegar heimilismenn komu saman á ný og ræddu um ýmislegt sem má betur fara en líka annað sem er gott. Fjörugar umræður spunnust um hundrað ára afmæli heimilisins sem er á næsta ári og allskonar hugmyndir sem komu upp. Svo eru heimilismenn oft með sterkar skoðanir á matnum og afþreyingunni sem þeim stendur til boða. Semsagt frábærir fundir og skemmtilegir og iðulega hafa heimilismenn komið með gagnlegar ábendingar sem við þökkum kærlega fyrir og förum eftir.

Gleðilegt sumar frábæra starfsfólk

Gleðilegt sumar - þið eruð frábær er tilefnið nú þegar forstjóri Grundarheimilanna, Gísli Páll Pálsson, fer á milli heimila og deilda og óskar starfsfólki sínu gleðilegs sumar og býður upp á hressingu. "Það er ekki sjálfgefið að hafa á að skipa jafn frábæru starfsfólki og við höfum á okkar heimilum og svo er komið sumar og sólin skín. Ekki hægt að hugsa sér betra tilefni til að fá sér köku og fagna; segir hann og brosir. Hér er hann ásamt starfsmönnunum Ingibjörgu, Jóhönnu og Dennis.

Breytingum á A-2 fagnað

Í síðustu viku var haldið upp á breytingar sem gerðar hafa verið á annari hæð í austurhúsi Grundar, Þar eru nú komin sex ný einbýli með sér baðherbergjum og búið að rýmka í setustofu og á gangi. Frábærar breytingar sem miða að sjálfsögðu að því að betur fari um heimilismennina.

Viðtal úr Morgunblaðinu við Jón Ólaf Þorsteinsson.

Viðtal við hann Jón okkar Ólaf ❤ sem allir á Grund þekkja

Hitabakstrar og vinátta

Hiti á hendur og axlir og frábær félagsskapur. Það er ekki amalegt að byrja daginn svona. Hér eru stöllurnar Emelía, Aðalbjörg, Ingibjörg, Sólbjörg og Villa María að njóta.

Spjallað og hlegið í saumaklúbb

Konur hittast og spjalla, deila sögum og ræða um daginn og veginn. Fátt skemmtilegra og oft köllum við þessa kvennafundi, saumaklúbba. Nýlega var efnt til saumaklúbbsstundar á V-2 og V-3 og það var svo sannarlega mikið skrafað og hlegið. Sérrí og makkarónur með kaffinu. Hversu dásamlegt.

Góða helgi

Stólaleikfimin nýtur vinsælda á Grund og hér eru það heimilismenn á Vegamótum sem kasta blöðru á milli sín og njóta augnabliksins. Við mætum helginni með bros á vör

Ljúfur páskadagur á Grund

Það var ljúft andrúmsloftið á Grund í morgun og starfsfólk að leggja sig fram um að gera hátíðlegt fyrir páskamáltíðina. Þessar myndir voru teknar á Vegamótum hér á Grund. Í dag verður svo boðið upp á dýrindis rjómatertu með kaffinu. Gleðilega páska