07.12.2020
Sólarupprásin var falleg í morgun og hún Anna heimiliskona á Grund nýtur þess að sitja eða standa við gluggann og horfa á blessaða sólina koma upp. Þessi mynd var tekin í morgun.
06.12.2020
Í síðustu viku var bakað á nokkrum hæðum í Mörk og smákökuilminn lagði um húsið. Á einu heimilinu var boðið upp á líkjör með bakstrinum sem mæltist mjög vel fyrir. Það verður jólalegra með hverjum deginum sem líður á heimilinum og miðað við Covid ástandið í þjóðfélaginu þá berum við okkur bara vel í Mörk.
05.12.2020
Heimilisfólk og starfsfólk í Ási er ekkert að víla fyrir sér smákökubakstur fyrir jólin í Ási og bökuðu fimm sortir í vikunni
05.12.2020
Það var aldeilis bakað á Litlu og Minni Grund í vikunni og heimilisfólkið undi sér vel við að rifja upp gamlar minningar yfir smákökubakstrinum. Ekki skemmdi fyrir að hlusta á jólatónlist og gæða sér svo á góðgætinu á eftir.
04.12.2020
Það var notaleg stund í dag á frúargangi Grundar þegar heimiliskonur bökuðu smákökur fyrir jólin.
04.12.2020
Ríkið er skrítin skepna. Hagar sér með furðulegum og mótsagnakenndum hætti í sumum málum, til dæmis húsaleigumálum. Ríkið á eðli máls samkvæmt margar byggingar. Sumar hverjar notar ríkið undir eigin starfsemi, aðrar eru leigðar út til reksturs þar á meðal hjúkrunarheimila. Ein af þeim fasteignum sem eru í eigu ríkisins og umsjá Ríkiseigna er hjúkrunarheimilið á Höfn í Hornafirði, Skjólgarður. Skv. gögnum sem ég hef undir höndum er Skjólgarður að greiða rúmlega 1,5 milljónir á mánuði í húsaleigu til ríkisins/Ríkiseigna af því húsnæði sem hjúkrunarheimilið er rekið í, eða rúmlega 18 milljónir á ári. Þessir peningar eru greiddir af daggjöldum sem Skjólgarður fær skv. samningi sínum við Sjúkratryggingar Íslands en í 11. gr þess samnings segir meðal annars að svo kölluðu húsnæðisgjaldi sé ekki ætlað að standa undir stofnkostnaði, afskriftum og meiri háttar breytingum. Þá segir í 14. gr sama samnings að það sé óheimilt að ráðstafa fé í annað en er tilgreint í samningnum og það kemur ekkert fram í honum að það megi greiða húsaleigu af þessum aurum, eins og reyndar er gefið einnig í skyn í 11. gr.
03.12.2020
Heimilisfólk hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að lýsa upp skammdegið í Ási.
03.12.2020
Það lagði góðan bakstursilm um ganga Grundar í dag enda aðventan runnin upp og farið að baka smákökur á ýmsum stöðum í húsinu. Heimilisfólkið nýtur þess að vera með í bakstrinum og rifja upp gamla tíma í leiðinni þegar jafnvel voru bakaðar tíu sortir á aðventunni.
03.12.2020
Kaffihúsið hefur nú fengið á sig jólalegan blæ, jólalögin óma, kertaljós og hægt að gæða sér á heitu súkkulaði og heimabökuðu bakkelsi. Að sjálfsögðu virðum við þær relgur sem enn eru í gildi um að aldrei séu fleiri en tíu í einu á kaffihúsinu.