06.01.2021
Ég óska heimilisfólki og starfsfólki Grundarheimilanna gleðilegs árs og farsældar á nýju ári.
Ég þakka af alhug þá þrautseigju, fórnfýsi, hlýju og kærleika sem þið hafið öll sýnt á þessu sérstaka ári sem nú er liðið.
Við horfum bjartsýn til nýs árs.
Hugheilar kveðjur.
Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna.
31.12.2020
Það er sannarlega hátíð í bæ, Jóla- og ármótahátið og upphaf bólusetningar en í gær vour heimilismenn í Mörk bólusettir. Eftir þrjár vikur verða þeir allir bólusettir að nýju og viku þar á eftir teljast heimilismenn fullbólusettir.
30.12.2020
Það er sannarlega hátíð í bæ, Jóla-og áramótahátíð og upphaf bólusetningar en í gær voru heimilismenn á Grund bólusettir með fyrri skammti bóluefnis en sá seinni verður að þremur vikum liðnum. Þ
30.12.2020
Bólusetningin gengur vel og það er létt andrúmsloftið á heimilinu. Dregnir eru fram konfektkassar og flestir brosa bara hringinn í dag.
30.12.2020
Fólk fékk gæsahúð og jafnvel tárvot augu þegar lögreglan birtist hér í morgun með bóluefni.
30.12.2020
Íbúum í íbúðum60+ í Mörk var boðið upp á skötu í hádeginu á Þorláksmessu
29.12.2020
Það var bros undir grímum á andlitum starfsfólksins sem var nálægt í morgun þegar heimiliskonan Guðrún Magnúsdóttir hlaut fyrstu bólusetninguna hér á Grund
29.12.2020
Í morgun hófust bólusetningar hér á Grund og það verður ekki staðar numið fyrr en allir heimilismenn hafa fengið bólusetningu. Síðari bólusetning verður svo að u.þ.b. þremur vikum liðnum. Hátíð í bæ hér á heimilinu og auðvitað var flaggað í tilefni dagsins.
28.12.2020
Á morgun þriðjudag 29.12 hefjast bólusetningar gegn Covid-19 hjá heimilismönnum á Grund. Gefa á eina sprautu nú og svo aðra eftir u.þ.b. 3 vikur.
Það verðar allir bólusettir nema þeir sem hafa sögu um bráðaofnæmi, þeir sem neita bólusetningu og ef fólk er með alvarleg veikindi þá verður bólusetningu frestað þar til heilsufar leyfir.
Fyrir hönd viðbragðsteymis Grundarheimilanna
Mússa
28.12.2020
Miðvikudaginn 30.desember hefjast bólusetningar gegn Covid-19 hjá heimilismönnum í Mörk. Gefa á eina sprautu þá og svo aðra eftir um það bil 3 vikur.
Allir verða bólusettir nema þeir sem hafa sögu um bráðaofnæmi, þeir sem neita bólusetningu og ef fólk er alvarleg veikt þá verður bólusetningu frestað þar til heilsufar leyfir.
Fyrir hönd viðbragðsteymis Grundarheimilanna,
Ragnhildur