03.12.2020
Dómnefndin í piparkökuhúsasamkeppninni komst að þeirri niðurstöðu að ógerningur væri að velja flottasta húsið svo allir unnu. Enda sjáið þið það lesendur góðir að húsin eru öll stórkostlega skreytt og falleg með afbrigðum. Verðlaunin voru sætindi fyrir alla á Grund.
02.12.2020
Það var hátíðlegt á annarri hæð Markar í gær þegar haldin var aðventuhátíð. Sr. Auður Inga Einarsdóttir flutti hugvekju í kapellu heimilisins og síðan var haldið á aðra hæð þar sem dúkuð borð biðu og glæsilgar veitingar. Boðið var upp á heitt súkkulaði, sérrí og tertur. Margir klæddust rauðu í tilefni dagsins.
02.12.2020
Þessa dagana keppast heimilismenn og starfsfólk við að skreyta piparkökuhús og metnaðurinn er mikill enda verðlaun í boði fyrir þá deild sem á fallegasta húsið. Hér eru nokkur sýnishorn af jólahúsunum á Grund þessa dagana.
30.11.2020
Vegna aðstæðna verður aðventan nú, ólík hefðbundinni aðventu eins og við eigum að venjast í Ási. Það verður t.d. lítið um gestakomur og því verðum við að vera sjálfbær hvað varðar glens og gaman í aðdraganda jóla.
29.11.2020
Á haustdögum skipaði heilbrigðisráðherra nefnd undir formennsku Gylfa Magnússonar háskólaprófessors. Tilurð nefndarinnar er samkomulag á milli Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, Sjúkratrygginga Íslands og Sambands sveitarfélaga um að greina raungögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila. Í nefndinni eiga fulltrúa auk Gylfa formanns, fulltrúi frá framangreindum þremur aðilum auk fulltrúa heilbrigðisráðuneytis. Ég sit í nefndinni fyrir hönd SFV.
27.11.2020
Það hefur snjóað í Reykjavík og í Mörk erum við að hengja upp jólaljósin. Þetta ætti því að vera alveg hreint ágætur föstudagur. Það eina sem skyggir á gleðina eru fréttir um fjölgun smita úti í samfélaginu. 0
27.11.2020
Það snjóar þó í Hveragerði og við erum í óðaönn að hengja upp jólaljósin. Þetta er því alveg hreint ágætur föstudagur. Það eina sem skyggir á gleðina eru fréttir sem við fáum handan heiðar um fjölgun smit
27.11.2020
Það var heldur betur jólastemning í Ásbyrgi rétt fyrir aðventuna þegar aðventukransinn var skreyttur og setustofan dubbuð upp í jólabúning.