25.11.2020
Yndislega fallegur morgun á Grund þar sem gáð var til veðurs, stillan á undan storminum.
24.11.2020
Það er ekki bara heimilisfólkið í Bæjarási sem nýtur þess á laugardagskvöldum að hlusta á Helga Björns því kötturinn Kalli hefur ekki síður gaman af því. Hér lætur hann fara vel um sig, nýtur þess að fá strokurnar frá heimiliskonunni Fríðu og hlustar á hvert lagið á fætur öðru malandi út í eitt.
24.11.2020
Það var mikið hlegið einn daginn þegar ákveðið var að setjast niður til að horfa á Kaffibrúsakarlana.
23.11.2020
Á tímabili þurftu 8 starfsmenn í Mörk að fara í sóttkví. Það var misjafnt hvað hver gerði eftir að "afplánunni" lauk
23.11.2020
Stundum er einfaldlega gott að setjast niður, spjalla og kannski gera eitthvað í höndum ef heilsan leyfir.
20.11.2020
Fyrsti dagur í jólabakstri rann upp í Mörk í vikunni
20.11.2020
Fréttir undanfarna daga vekja bjartsýni í brjósti. Svo virðist sem að bóluefni við Covid – 19 sé innan seilingar. Þegar það verður endanlega staðfest og hafist verður handa við bólusetningu þeirra sem eru í áhættuhópum, má segja að lokaorustan við þessi leiðindaveiru sé loks hafin. Og allar lýkur á því að okkur takist að sigra hana.
19.11.2020
Um mánaðarmótin október – nóvember ár hvert hafa Grundarheimilin þrjú boðið starfsmönnum sínum til kvöldverðar (áður fyrr kvöldkaffis). Þetta hefur verið í tengslum við foreldrakaffi á Grund og afmælisdag Grundar sem er 29. október. Hafa þessar kvöldstundir verið vel heppnaðar að mínu mati og góður vettvangur til að hitta starfsfólkið utan hefðbundins vinnutíma og njóta góðra veitinga saman.