21.04.2023
Stjórn Grundar hefur gengið frá ráðningu Karls Óttars Einarssonar í starf forstjóra Grundarheimilanna. Um leið var Gísli Páll Pálsson, fráfarandi forstjóri, ráðinn í hlutastarf sem stjórnarformaður Grundar frá sama tíma. Breytingarnar taka gildi þann 1. maí næstkomandi.
19.04.2023
Það er í nógu að snúast á Grundarheimilunum því auk hefðbundinna verka í eldhúsum heimilanna er verið að baka 800 pönnukökur sunnan heiða og 400 í Ási. Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður síðan boðið upp á pönnukökurnar með kaffinu á Grund, Ási og í Mörk. Takið eftir að hún Rakel lætur sig ekki muna um að baka á fimm pönnum í einu.
14.04.2023
Mörk hjúkrunarheimili og LSH hafa gert með sér samning um aðstoð við geðeiningar Markar. Er það geðsvið Landspítala sem veitir þjónustuna sem lýtur að markvíslegri fræðslu og ráðgjöf. Á myndinni undirrita Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna og Nanna Briem forstöðumaður geðheilbrigðisþjónustu Landspítala samninginn, sem gildir í þrjú ár.
04.04.2023
Það var svo sannarlega stuð í Mörk þegar hinn eini sanni Geirmundur Valtýsson kom og skemmti heimilisfólkinu okkar. Það var ekki hægt að sitja kyrr og hlusta því stuðið var svo mikið svo margir þustu út á gólf og tóku nokkur spor. Takk kærlega fyrir komuna og frábæra skemmtun.
02.04.2023
Ár hvert þegar peysufatadagurinn er haldinn hátíðlegur hjá Kvennaskólanum streyma til okkar á Grund prúðbúin ungmennin og gleðja heimilisfólk og starfsfólk með söng og gleði.
Takk fyrir heimsóknina, þið eruð skólanum ykkar til mikils sóma.
31.03.2023
Laugardaginn 11. mars var Söngsveitin 12 í takt með tónleika í hátíðasal Grundar. Tónleikarnir tókust vel og heimilisfólk söng með af innlifun. Þess má til gamans geta að einn úr sönghópnum, Magnús Halldórsson, er sonur Brandísar Steingrímsdóttur heimiliskonu á Grund.
10.03.2023
Þó það sé kalt úti þessa dagana þá er sól í sinni hjá okkur, verið að undirbúa páskana og guli liturinn allsráðandi. Hann minnir á vorið og sólina.
10.03.2023
Bingó. Flestir hafa gaman af því að spila bingó og það er engin undantekning þegar heimilisfólkið í Ási er annrsvegar. Fyrir skömmu var bingó í Ásbyrgi og bæði börn og fullorðnir sem höfðu gaman af.
07.03.2023
Mjög margar konur hafa verið í "saumaklúbbum" og stundum hafa hannyrðir verið uppi á borðum en oft líka talað um saumaklúbba án þess að nokkuð sé gert með höndum annað en lyfta bolla og öðrum veitingum að munni. Það er hinsvegar mikið skrafað um allt milli himins og jarðar. Og það er líka gert þegar boðið er í dömukaffi á Grund. Þá er spjallað og notið.
01.03.2023
Sigfríður Birna Sigmarsdóttir er starfsmaður okkar hér í Mörk. Hún ætlar að hjóla Jakobsveginn og safna í leiðinni fyrir heimilið Glaumbæ í Mörk. Sjá hér að neðan frekari upplýsingar frá henni um tilhögun ferðarinnar og söfnunina.