Allar fréttir

Hitabakstrar og vinátta

Hiti á hendur og axlir og frábær félagsskapur. Það er ekki amalegt að byrja daginn svona. Hér eru stöllurnar Emelía, Aðalbjörg, Ingibjörg, Sólbjörg og Villa María að njóta.

Gleðilegt sumar

Heimilisfólkið í Mörk hefur unnið hörðum höndum að þessu fallega sumartré í vinnustofu iðjuþjálfunar. Við þökkum kærlega fyrir veturinn og förum brosandi inn í sumarið.

Spjallað og hlegið í saumaklúbb

Konur hittast og spjalla, deila sögum og ræða um daginn og veginn. Fátt skemmtilegra og oft köllum við þessa kvennafundi, saumaklúbba. Nýlega var efnt til saumaklúbbsstundar á V-2 og V-3 og það var svo sannarlega mikið skrafað og hlegið. Sérrí og makkarónur með kaffinu. Hversu dásamlegt.

Föstudagar eru kjóladagar

Á meðan Covid fárið stóð sem hæst og smitvarnirnar voru í algleymingi sátu þær á spjalli yfir góðum kaffibolla, Hulda Bergrós ritari og heimiliskonurnar Rúrí og Ragna. Talið barst að þessum skrítnu tímum sem við lifum á og hvað það væri mikil synd að eiga öll þessu fínu föt hangandi inn í fataskáp og geta ekki notað þau Hulda Bergrós kom með þá tillögu að þær myndu gera sér dagamun á föstudögum klæða sig upp í kjóla og jafnvel skreyta sig með perlufestum. Þetta gerðu þær stöllur alla föstudaga. Gleðin smitaði út frá sér og t.d. hefur iðjuþjálfunin tekið upp á því að mæta í kjólum á föstudögum.

Góða helgi

Stólaleikfimin nýtur vinsælda á Grund og hér eru það heimilismenn á Vegamótum sem kasta blöðru á milli sín og njóta augnabliksins. Við mætum helginni með bros á vör

Ljúfur páskadagur á Grund

Það var ljúft andrúmsloftið á Grund í morgun og starfsfólk að leggja sig fram um að gera hátíðlegt fyrir páskamáltíðina. Þessar myndir voru teknar á Vegamótum hér á Grund. Í dag verður svo boðið upp á dýrindis rjómatertu með kaffinu. Gleðilega páska

Páskaungar og lituð egg með naglalakki

Krúttlegir páskaungar vöktu mikla lukku í Vesturási nú fyrir páskana. Þá var sett upp hálfgert “tilraunaeldhús” þar sem egg voru skreytt og lituð með laukhýði og naglalakki. Það var bara nokkuð almenn ánægja með útkomuna.

Ný hársnyrtistofa á Grund

Það hefur ýmislegt komið útúr Covid, m.a. ný hársnyrtistofa á Grund. Þegar þurfti að hólfaskipta heimilinu var útbúin aðstaða í vesturhúsi Grundar og hún hefur reynst svo vel að hún er bara komin til að vera. Hér er hún Þórdís með Aðalbjörgu og Maren Kristínu í lagningu.

Páskaeggjabingó í Mörk

Í síðustu viku var haldið páskabingó á öllum hæðum Markar. Eins og sjá má á myndunum var mikil stemning meðal heimilismanna. Vinningshafar voru að vonum hæstánægðir með vinningana sína og enginn fór tómhentur frá borði því allir fengu málsháttaregg.

Fannst eggið of stórt fyrir sig

Jónína Bergmann hlaut 1. vinning í páskabingói í austurhúsi Grundar fyrr í vikunni. Henni fannst eggið alltof stórt fyrir sig en Ingibjörg Magnúsdóttir var svo glöð fyrir hönd Jónínu að hún lyfti egginu hátt á loft. Þeir sem ekki fengu páskaeggjavinning fengu engu að síður lítið málsháttaregg. Sívinsæli Jón Ólafur mætti með harmonikkuna og heimilismenn tóku vel undir sönginn.