22.11.2021
Það er alltaf gaman þegar konur koma saman og spjalla og svo ekki sé nú talað um ef boðið er upp á góðar veitingar líka. Þannig var það hjá heimiliskonum sem búa í vesturhúsi Grundar í síðustu viku. Frábær félagsskapur og dýrindis veitingar.
16.11.2021
Hrafnkell Kárason sem bjó á Miðbæ á 2-hæð, lést þann 29. október síðastliðinn. Ekkja hans, Dröfn Jónsdóttir og dóttir hans Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, komu nýlega og gáfu heimilinu þennan yndislega gleðigjafa sem malar og mjálmar. Það er búið að gefa honum nafnið Keli og við hlökkum mikið til að njóta samveru hans. Við færum mæðgunum hjartans þakkir.
12.11.2021
Einu sinni á ári býður prjónahönnuðurinn Stephen West upp á leynisamprjón þar sem prjónað er sjal sem hann hannar. Fanney Björg Karlsdóttir iðjuþjálfi í Ási er ein þeirra sem tóku þátt núna fjórum öðrum starfsmönnum í Ási.
09.11.2021
Fyrir skömmu var haldið árlegt starfsmannakvöld í Mörk þar sem veittar voru starfsaldursviðurkenningar og fyrrum starsmenn heiðraðir. Það er einnig venja að bjóða starfsmönnum að borða saman kvöldverð og spila síðan að lokum um glæsilega bingóvinninga.
09.11.2021
Eins og venja er á starfsmannakvöldum Grundarheimilanna eru fyrrum starfsmenn heiðraðir. Þessi mynd var tekin af fyrrverandi starfsfólki Grundar þegar Gísli Páll Pálsson þakkaði þeim vel unnin störf og færði þeim blómvönd sem þakklætisvott.
09.11.2021
Nýlega var haldið starfsmannakvöld í Ási og eins og venja er veittar þar bæði starfsaldursviðurkenningar og þeir starfsmenn sem hættir eru störfum heiðraðir. Það er áralöng hefð fyrir hvorutveggja og því að hittast að kvöldi til borða saman góðan mat og spila svo í lokin bingó þar sem veglegir vinningar eru í boði.
05.11.2021
Í dag vour veitt verðlaun fyrir hrekkjavökuskreytingar í Ási.
05.11.2021
Nú er búið að veita verðlaun fyrir flottustu skreytingarnar á hrekkjavöku hér á Grund.
02.11.2021
Í síðustu viku tók til starfa nýr Lífsneistahópur í Ási og í þeim hópi eru eingöngu herramenn. Fyrsti fundurinn lofar svo sannarlega góðu. Markmið hugmyndafræðinnar er að endurvekja lífsneistann hjá fólki með heilabilun; laða fram blikið í
augunum, brosið, ánægjuna, gleðina, sönginn, dansinn, snertinguna og njóta samverunnar.
01.11.2021
Þetta er það sem blasir við þegar fólk kemur í anddyri Markar í dag. Fatnaðurinn í Boggubúð meira að segja með drungalegu ívafi