Allar fréttir

Má bjóða þér í saumaklúbb?

Það er alltaf jafn gaman í saumaklúbbunum hér á Grund. Það lifnar yfir heimiliskonunum og umræðuefnin eru jafn fjölbreytt og konurnar eru margar. Dásamlegar stundir sem þær bjóða uppá Auður og Valdís hér í vinnustofunni á Grund.

Litrík blómaker í Ási

Fólk lét ekki úrhellisrigninguna í Hveragerði spilla fyrir sér ánægjunni við að velja sér falleg blóm til að setja á tröppurnar hjá sér….

Lokað vegna sumarleyfa

Skrifstofa íbúa 60+ verður lokuð dagana 24. júní - 11. júlí og 30. júlí - 13. ágúst 2021 vegna sumarleyfa. Vinsamlegast leitið upplýsinga í Boggubúð.

Vel mætt á kóræfingu

Heimilisfólk er svo sannarlega ánægt með að allur Grundarkórinn megi nú koma saman á ný

Það er gott að hafa eitthvað fyrir stafni

Útivera og að rótast í mold er fín blanda og heimilisfólkið í Bæjarási naut þess virkilega nú í vikunni þegar það var að pota niður útsæði og koma jarðarberjaplöntum í kassa. Það er nefnilega gott að hafa eitthvað fyrir stafni, sama hvaða aldurskeiði maður er á

Heimilishundurinn Naomi

Hella heimilismaður var að fá þetta krútt sem herbergisfélaga. Hún heitir Naomi og er pínu feimin en alveg yndisleg.

Gaf Grund aldagamla bók

Ásgeir Jóhannesson forystumaður í Sunnuhlíð færði Grund á dögunum bók að gjöf en hann er einn af upphafs- og ábyrgðarmönnum þess að Sunnuhlíð var reist og tekin í notkun árið 1982. Gísli Sigurbjörnsson, þáverandi forstjóri Grundar og sonur sr. Sigurbjörns Á Gíslasonar eins stofnenda Grundar, studdi uppbyggingu Sunnuhlíðar með góðum ráðum og verulegum fjárframlögum.

Bauð frúnni í hjólatúr

Í mai var haldið hjólanámskeið á vegum Hjólað óháð aldri. Ólafur eiginmaður Hönnu Maju hér í Mörk bauð eiginkonunni í skemmtilega hjólaferð í rigningunni. María og Alda fóru einnig rúnt í garðinum. Áhugasamir aðstandendur um hjólaferðir með heimilisfólki geta nálgast nánari upplýsingar hjá sjúkraþjálfuninni eða í vinnustofu heimilisins.

Margar hugmyndir sem koma upp á heimilisráðsfundum

Í mörg ár höfum við verið með heimilismannaráðsfundi hér á Grund .En vegna Covid hafa þeir legið niðri. Það var ánægjulegt þegar heimilismenn komu saman á ný og ræddu um ýmislegt sem má betur fara en líka annað sem er gott. Fjörugar umræður spunnust um hundrað ára afmæli heimilisins sem er á næsta ári og allskonar hugmyndir sem komu upp. Svo eru heimilismenn oft með sterkar skoðanir á matnum og afþreyingunni sem þeim stendur til boða. Semsagt frábærir fundir og skemmtilegir og iðulega hafa heimilismenn komið með gagnlegar ábendingar sem við þökkum kærlega fyrir og förum eftir.

Hjóluðu 739 kílómetra

Markarliðið í Hjólað í vinnuna lenti í 62.sæti í kílómetrakeppninni Lið Markar hjólaði alls 47 daga og var heildarvegalengd hjá Mörkinni 738.8 km. Markarliðið skipuðu Ragnhildur, Sigríður og Guðrún sem eru á myndinni en á myndina vantar tvo liðsfélaga Líney og Einar.