Allar fréttir

Páskaungar og lituð egg með naglalakki

Krúttlegir páskaungar vöktu mikla lukku í Vesturási nú fyrir páskana. Þá var sett upp hálfgert “tilraunaeldhús” þar sem egg voru skreytt og lituð með laukhýði og naglalakki. Það var bara nokkuð almenn ánægja með útkomuna.

Ný hársnyrtistofa á Grund

Það hefur ýmislegt komið útúr Covid, m.a. ný hársnyrtistofa á Grund. Þegar þurfti að hólfaskipta heimilinu var útbúin aðstaða í vesturhúsi Grundar og hún hefur reynst svo vel að hún er bara komin til að vera. Hér er hún Þórdís með Aðalbjörgu og Maren Kristínu í lagningu.

Páskaeggjabingó í Mörk

Í síðustu viku var haldið páskabingó á öllum hæðum Markar. Eins og sjá má á myndunum var mikil stemning meðal heimilismanna. Vinningshafar voru að vonum hæstánægðir með vinningana sína og enginn fór tómhentur frá borði því allir fengu málsháttaregg.

Fannst eggið of stórt fyrir sig

Jónína Bergmann hlaut 1. vinning í páskabingói í austurhúsi Grundar fyrr í vikunni. Henni fannst eggið alltof stórt fyrir sig en Ingibjörg Magnúsdóttir var svo glöð fyrir hönd Jónínu að hún lyfti egginu hátt á loft. Þeir sem ekki fengu páskaeggjavinning fengu engu að síður lítið málsháttaregg. Sívinsæli Jón Ólafur mætti með harmonikkuna og heimilismenn tóku vel undir sönginn.

Falleg gjöf til Grundar

Salome Guðmundsdóttir söngkona og veflistakona kom færandi hendi á Grund á dögunum. Hún gaf V2 afar fallegt handofið sjal og blóm til minningar um söngkennara sinn Guðmundu Elíasdóttur sem bjó á V-2 sín síðustu æviár. Hún lést árið 2015. Á myndinni er Sigrún Faulk, framkvæmdastjóri hjúkrunar, að taka við gjöfinni frá Salome.

Páskaeggjabingó í Ási

Það var nýlega boðið upp á páskabingó í Ási. Veglegir súkkulaðivinningar og frábær stemmning.

Það eru að koma páskar

Páskastemningin er allsráðandi á vinnustofu Iðjuþjálfunar í Mörk. Flestir hafa áhuga á að þæfa lítil egg á greinar úr garðinum eða lita páskaegg.

Páskabingó á Litlu og Minni Grund

Það mátti heyra saumnál detta þegar leið á bingóspilið um aðalvinninginn í páskabingóinu á Litlu og Minni Grund sem haldið var nú í vikunni.

Njóta augnabliksins

Hvað er notalegra en setjast niður í góðum félagsskap, fá heita bakstra á axlir, hita á hendur og hlusta á fallegt ljóð eða lygna aftur augum og láta hugann reika. Það er nákvæmlega það sem heimiliskonurnar á Grund, Elín Sigríður, Sigurlaug og Þorbjörg Rafnar gerðu, einn morguninn fyrir skömmu.

Grundarkórinn kom saman á ný

Það var ánægjuleg stund þegar allur Grundarkórinn kom saman á æfingu í vikunni en hann hefur ekki hist saman í ár vegna Covid. Kórnum hefur verið skipt niður eftir svokölluðum sóttvarnarhólfum og þeir æft saman sem búa nálægt hver öðrum. Sannkölluð gleðistund.