Allar fréttir

Sumarhátíð í Ási

Nýlega var haldin sumarhátíð í Ási. Frábær dagur þar sem heimilismenn, aðstandendur og starfsfólk fögnuðu saman sumri og sól… Hjónin Unnur Birna Björnsdóttir og Sigurgeir Skafti Flosason glöddu viðstadda með frábærum tónlistarflutningi og söng. Hoppukastali,ís frá Kjörís, sápukúlur, krikket og kubbur glöddu unga sem aldna.

Kettlingar i heimsókn

Heimilisfólkið á 2. hæð í Mörk fékk aldeilis skemmtilega heimsókn í vikunni þegar aðstandandi kíkti við með kettlinga, sem vöktu að sjálfsögðu mikla gleði.

Sumarhátíð Markar

Það ríkti kátína í Mörk í síðustu viku þegar haldin var sumarhátíð í garðinum.Heimilisfólk og aðstandendur gerðu sér glaðan dag með ýmsum hætti. Barnabörnin og barnabarnabörnin skemmtu sér í hoppukastala, boðið var upp á andlitsmálningu, sumir púttuðu og svo bauð heimilisfólkið upp á ís í tilefni dagsins.

Það er komið sumar

Það er ljóst að sumarið er komið í Ási og hvert sem litið er gefur á að líta falleg sumarblóm sem heimilis- og starfsmenn hafa hjálpast að við að gróðursetja….

Hænurnar komnar heim

Loksins eru þær komnar heim hænurnar sem dvöldu í góðu yfirlæti í vetur í Ásahreppi. Hænurnar eru búsettar í hænsnahöll á lóðinni í Bæjarási í Ási. Það var tekið vel á móti þeim þegar komið var með þær úr sveitinni

Sumarhátíð í garði Grundar

Það var bjart yfir heimilisfólki og aðstandendum í gær þegar sumarhátíð var haldin í garði Grundar. Veðrið lék við okkur. Hoppukastalar, húllahopp og allskyns skemmtun fyrir ömmu-, og afabörn sem og langömmu-, og langafabörnin. Heimilisfólk bauð ungviðinu íspinna og Jón Ólafur gekk um með nikkuna og gladdi með nærveru sinni. Það sannaðist að Grund á sannkallaðan gimstein í þessum stóra garði sem snýr í suður.

Sumarhátíð á Grund

Sumarhátíð í Mörk

Má bjóða þér í saumaklúbb?

Það er alltaf jafn gaman í saumaklúbbunum hér á Grund. Það lifnar yfir heimiliskonunum og umræðuefnin eru jafn fjölbreytt og konurnar eru margar. Dásamlegar stundir sem þær bjóða uppá Auður og Valdís hér í vinnustofunni á Grund.

Litrík blómaker í Ási

Fólk lét ekki úrhellisrigninguna í Hveragerði spilla fyrir sér ánægjunni við að velja sér falleg blóm til að setja á tröppurnar hjá sér….