Allar fréttir

Karlaklúbbur Markar brá sér á kaffihús

Karlaklúbburinn í Mörk brá sér á kaffihús þar sem kokkarnir buðu upp á dýrindis "smörrebrauð" að dönskum hætti og kökur ásamt því að skálað var í bjór. Það eru notaleg viðbrigði að geta á ný farið um húsið án þess að hafa miklar áhyggjur af Covid enda allir heimilismenn búnir að fá sprautu og starfsmennirnir fyrri sprautuna.

Kæru aðstandendur

Gestir eru velkomnir í heimsókn Við miðum við að aðeins tveir megi heimsækja hvern og einn í einu til þess að koma í veg fyrir að of margir séu samankomnir í rýminu (börn fædd 2005 eða seinna undanskilin). Húsið er opið fyrir heimsóknir frá klukkan 13-18 alla daga Gestir þurfa að vera með maska við komu og spritta hendur Gestir fara beint á herbergi heimilismanna og dvelja ekki í sameiginlegum rýmum Gestir forðast beina snertingu við heimilismenn eins og hægt er Gestir muna tveggja metra nándarmörk Heimilismenn mega fara í heimsóknir til ættingja eða bíltúra en verða að gæta að almennum sóttvörnum og spritta hendur við komu á heimilið aftur 2. Maskanotkun Stóra breytinginn er að starfsfólk sem fengið hefur fyrri bólusetningu getur hætt að vera með maska við vinnu sína og þurfa ekki að vera með maska innan veggja heimilisins. Við förum áfram gætilega og auðvita geta komið tilvik þar sem setja þarf upp maska til dæmis ef ekki er hægt að virða tveggja metra reglu við aðstandendur, gesti eða aðra sem ekki eru bólusettir. Heimilismenn þurfa að nota maska í samræmi við sóttvarnarreglur þegar þeir fara af heimilnu. 3. Kaffi Mörk Heimilismenn og gestir þeirra eru velkomnir á Kaffi Mörk á meðan húsrúm leyfir. Munum að huga að sóttvörnum. Áfram er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir: • Eru í sóttkví eða bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku • Eru með einhver einkenni eins og kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, kviðverki eða niðurgang Ragnhildur

Sæl kæru aðstandendur

Síðustu starfsmenn Grundar fengu sína fyrri bólusetningu á föstudag og búið er að fullbólusetja flesta heimilismenn. Seinni bólusetningu með Astra Zenica sem stærsti hluti starfsmanna fékk (á aldrinum 18-65ára) er að vænta í maí. Þar til búið er að fullbólusetja starfsmenn þurfum við áfram að gæta vel að sóttvörnum. Embætti landlæknis hefur gefið út nýjar leiðbeiningar til hjúkrunarheimila og taka reglur og heimsóknartakmarkanir mið af þeim. Eftir 15/3 getum við sem hér búum og störfum og erum bólusett, farið á milli sóttvarnahólfa og þá gerum við ráð fyrir að félagslífið hjá okkur taki við sér. Við biðjum aðstandendur áfram að virða takmarkanir og halda sig við heimsóknir á herbergjum og að gestir fari ekki á milli sóttvarnahólfa. Heimsóknir Gestir eru velkomnir í heimsókn Við miðum við að aðeins tveir megi heimsækja hvern og einn í einu til þess að koma í veg fyrir að of margir séu samankomnir í rýminu (börn fædd 2005 eða seinna undanskilin). Húsið er opið fyrir heimsóknir frá klukkan 13-18 alla daga Gestir þurfa að vera með maska við komu og spritta hendur Gestir fara beint á herbergi heimilismanna og dvelja ekki í sameiginlegum rýmum Gestir muna tveggja metra nándarmörk Heimilismenn mega fara í heimsóknir til ættingja eða bíltúra en verða að gæta að almennum sóttvörnum og spritta hendur við komu á heimilið aftur. Maskanotkun Starfsfólk sem fengið hefur fyrri bólusetningu getur hætt að vera með maska við vinnu sína og þurfa almennt ekki að vera með maska innan veggja heimilisins eftir 15/3. Við förum áfram gætilega og auðvitað geta komið tilvik þar sem setja þarf upp maska til dæmis ef ekki er hægt að virða tveggja metra reglu við aðstandendur, gesti eða aðra sem ekki eru bólusettir. Heimilismenn þurfa að nota maska í samræmi við sóttvarnarreglur þegar þeir fara af heimilnu. Áfram er mikilvægt að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir: Eru í sóttkví eða bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku Eru með einhver einkenni eins og kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, kviðverki eða niðurgang Það er heldur betur farið að birta og vorið á næsta leiti. Nú er lag að koma í heimsókn og fara í göngutúr með ykkar nánustu. Þið getið alltaf fengið lánaða hjólastóla hjá okkur. Mússa

Út í stilluna

Þegar veðrið er stillt er um að gera að anda að sér fersku lofti. Og það gera heimilismenn og starfsfólk í Ási þegar hægt er. Þá kemur nú þessi rauði fíni fararskjóti sér vel.

Nýárskveðja

Ég óska heimilisfólki og starfsfólki Grundarheimilanna gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Ég þakka af alhug þá þrautseigju, fórnfýsi, hlýju og kærleika sem þið hafið öll sýnt á þessu sérstaka ári sem nú er liðið. Við horfum bjartsýn til nýs árs. Hugheilar kveðjur. Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna.

Heimilisfólk lýsir upp í Ási

Heimilisfólk hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að lýsa upp skammdegið í Ási.

Aðventuhátíð

Það var hátíðlegt á annarri hæð Markar í gær þegar haldin var aðventuhátíð. Sr. Auður Inga Einarsdóttir flutti hugvekju í kapellu heimilisins og síðan var haldið á aðra hæð þar sem dúkuð borð biðu og glæsilgar veitingar. Boðið var upp á heitt súkkulaði, sérrí og tertur. Margir klæddust rauðu í tilefni dagsins.