24.06.2021
Það var bjart yfir heimilisfólki og aðstandendum í gær þegar sumarhátíð var haldin í garði Grundar. Veðrið lék við okkur. Hoppukastalar, húllahopp og allskyns skemmtun fyrir ömmu-, og afabörn sem og langömmu-, og langafabörnin. Heimilisfólk bauð ungviðinu íspinna og Jón Ólafur gekk um með nikkuna og gladdi með nærveru sinni. Það sannaðist að Grund á sannkallaðan gimstein í þessum stóra garði sem snýr í suður.
16.06.2021
Það er alltaf jafn gaman í saumaklúbbunum hér á Grund. Það lifnar yfir heimiliskonunum og umræðuefnin eru jafn fjölbreytt og konurnar eru margar. Dásamlegar stundir sem þær bjóða uppá Auður og Valdís hér í vinnustofunni á Grund.
11.06.2021
Fólk lét ekki úrhellisrigninguna í Hveragerði spilla fyrir sér ánægjunni við að velja sér falleg blóm til að setja á tröppurnar hjá sér….
11.06.2021
Skrifstofa íbúa 60+ verður lokuð dagana
24. júní - 11. júlí og
30. júlí - 13. ágúst 2021 vegna sumarleyfa.
Vinsamlegast leitið upplýsinga í Boggubúð.
11.06.2021
Heimilisfólk er svo sannarlega ánægt með að allur Grundarkórinn megi nú koma saman á ný
11.06.2021
Útivera og að rótast í mold er fín blanda og heimilisfólkið í Bæjarási naut þess virkilega nú í vikunni þegar það var að pota niður útsæði og koma jarðarberjaplöntum í kassa. Það er nefnilega gott að hafa eitthvað fyrir stafni, sama hvaða aldurskeiði maður er á
10.06.2021
Hella heimilismaður var að fá þetta krútt sem herbergisfélaga. Hún heitir Naomi og er pínu feimin en alveg yndisleg.
08.06.2021
Ásgeir Jóhannesson forystumaður í Sunnuhlíð færði Grund á dögunum bók að gjöf en hann er einn af upphafs- og ábyrgðarmönnum þess að Sunnuhlíð var reist og tekin í notkun árið 1982. Gísli Sigurbjörnsson, þáverandi forstjóri Grundar og sonur sr. Sigurbjörns Á Gíslasonar eins stofnenda Grundar, studdi uppbyggingu Sunnuhlíðar með góðum ráðum og verulegum fjárframlögum.