03.12.2020
Það lagði góðan bakstursilm um ganga Grundar í dag enda aðventan runnin upp og farið að baka smákökur á ýmsum stöðum í húsinu. Heimilisfólkið nýtur þess að vera með í bakstrinum og rifja upp gamla tíma í leiðinni þegar jafnvel voru bakaðar tíu sortir á aðventunni.
03.12.2020
Dómnefndin í piparkökuhúsasamkeppninni komst að þeirri niðurstöðu að ógerningur væri að velja flottasta húsið svo allir unnu. Enda sjáið þið það lesendur góðir að húsin eru öll stórkostlega skreytt og falleg með afbrigðum. Verðlaunin voru sætindi fyrir alla á Grund.
02.12.2020
Þessa dagana keppast heimilismenn og starfsfólk við að skreyta piparkökuhús og metnaðurinn er mikill enda verðlaun í boði fyrir þá deild sem á fallegasta húsið. Hér eru nokkur sýnishorn af jólahúsunum á Grund þessa dagana.
25.11.2020
Yndislega fallegur morgun á Grund þar sem gáð var til veðurs, stillan á undan storminum.
24.11.2020
Það var mikið hlegið einn daginn þegar ákveðið var að setjast niður til að horfa á Kaffibrúsakarlana.
23.11.2020
Stundum er einfaldlega gott að setjast niður, spjalla og kannski gera eitthvað í höndum ef heilsan leyfir.
29.11.2019
Gríðarleg ánægja var meðal starfsfólks.