Fréttir

Nýárskveðja

Ég óska heimilisfólki og starfsfólki Grundarheimilanna gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Ég þakka af alhug þá þrautseigju, fórnfýsi, hlýju og kærleika sem þið hafið öll sýnt á þessu sérstaka ári sem nú er liðið. Við horfum bjartsýn til nýs árs. Hugheilar kveðjur. Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna.

Fyrsti heimilismaðurinn sem var bólusettur

Það var bros undir grímum á andlitum starfsfólksins sem var nálægt í morgun þegar heimiliskonan Guðrún Magnúsdóttir hlaut fyrstu bólusetninguna hér á Grund

Stór dagur á Grund

Í morgun hófust bólusetningar hér á Grund og það verður ekki staðar numið fyrr en allir heimilismenn hafa fengið bólusetningu. Síðari bólusetning verður svo að u.þ.b. þremur vikum liðnum. Hátíð í bæ hér á heimilinu og auðvitað var flaggað í tilefni dagsins.

Skata og hamsar á Grund

Eins og venja er var boðið upp á skötu með hömsum, rófum og kartöflum á Þorláksmessu og það var ekki annað að sjá en heimilisfólkið kynni því vel að fá þennan herramannsmat.

Hátíðaguðsþjónusta aðfangadag

Gaf bindindissamtökunum gamlar upptökur

Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna færði bindindissamtökunum IOGT skemmtilega gjöf á dögunum.

Jólagjögg og jólalögin

Það var jólalegt á Grund í gær, boðið upp á jólaglögg og Jón Ólafur gekk um húsið með harmonikkuna og tók jólalögin. Þegar gömlu góðu jólalögin ómuðu tók heimilisfólkið undir og söng með.

Elko gaf Grund sex farsíma

Styrktarsjóður ELKO kom færandi hendi á Grund í upphafi aðventu og gaf heimilinu sex Samsung Galaxy farsíma.

Saumuðu 288 jólapoka

Þegar kærleikstré voru komin upp á allar hæðir Grundar í hamingjuvikunni í haust, vaknaði sú hugmynd að nýta þau áfram í eitthvað annað, t.d. jóladagatal„

Falleg sólarupprásin

Sólarupprásin var falleg í morgun og hún Anna heimiliskona á Grund nýtur þess að sitja eða standa við gluggann og horfa á blessaða sólina koma upp. Þessi mynd var tekin í morgun.