06.01.2021
Ég óska heimilisfólki og starfsfólki Grundarheimilanna gleðilegs árs og farsældar á nýju ári.
Ég þakka af alhug þá þrautseigju, fórnfýsi, hlýju og kærleika sem þið hafið öll sýnt á þessu sérstaka ári sem nú er liðið.
Við horfum bjartsýn til nýs árs.
Hugheilar kveðjur.
Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna.
29.12.2020
Það var bros undir grímum á andlitum starfsfólksins sem var nálægt í morgun þegar heimiliskonan Guðrún Magnúsdóttir hlaut fyrstu bólusetninguna hér á Grund
29.12.2020
Í morgun hófust bólusetningar hér á Grund og það verður ekki staðar numið fyrr en allir heimilismenn hafa fengið bólusetningu. Síðari bólusetning verður svo að u.þ.b. þremur vikum liðnum. Hátíð í bæ hér á heimilinu og auðvitað var flaggað í tilefni dagsins.
27.12.2020
Eins og venja er var boðið upp á skötu með hömsum, rófum og kartöflum á Þorláksmessu og það var ekki annað að sjá en heimilisfólkið kynni því vel að fá þennan herramannsmat.
22.12.2020
Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna færði bindindissamtökunum IOGT skemmtilega gjöf á dögunum.
19.12.2020
Það var jólalegt á Grund í gær, boðið upp á jólaglögg og Jón Ólafur gekk um húsið með harmonikkuna og tók jólalögin. Þegar gömlu góðu jólalögin ómuðu tók heimilisfólkið undir og söng með.
14.12.2020
Styrktarsjóður ELKO kom færandi hendi á Grund í upphafi aðventu og gaf heimilinu sex Samsung Galaxy farsíma.
11.12.2020
Þegar kærleikstré voru komin upp á allar hæðir Grundar í hamingjuvikunni í haust, vaknaði sú hugmynd að nýta þau áfram í eitthvað annað, t.d. jóladagatal„
07.12.2020
Sólarupprásin var falleg í morgun og hún Anna heimiliskona á Grund nýtur þess að sitja eða standa við gluggann og horfa á blessaða sólina koma upp. Þessi mynd var tekin í morgun.