Rauður dagur

Til að fagna aðventunni var ákveðið að hafa rauðan dag á Grund. Ekki stór viðburður en nóg til þess að laða fram bros á varir og veita tilbreytingu. 💄 Margir tóku þátt og sumir skörtuðu bara eldrauðu naglalakki eða rauðum varalit. Það var að sjálfsögðu tekið með

Jólalögin í hátíðasal

Það er orðið jólalegt hjá okkur á Grund og nú í desember verða jólalögin allsráðandi í söngstundunum hjá Jóni Ólafi. Hvetjum ykkur aðstandendur góðir til að mæta með fólkinu ykkar en söngstundirnar eru á föstudögum klukkan 13.30 í hátíðasal heimilisins. Dásamlegt að taka þar jólalögin með sínu fólki

Jólaglögg og jólatónar

Það styttist í aðventuna og við hér í Mörk hlökkum til að skreyta og undirbúa komu jólanna. 🌲 Þær Fanney jólaálfur og Rakel jólastrumpur þjófstörtuðu aðventunni með jólatónlist, dansi og glensi og færðu heimilunum jólaglögg🍷

Kosið á Ási í dag

Minnum á að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til alþingis fer fram hér á hjúkrunarheimilinu á Ási í dag, miðvikudaginn 20. nóvember frá klukkan 13:00 til 15:00. Atkvæðagreiðslan er einungis ætluð heimilismönnum. Aðstandendur eru beðnir um að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa.

Kosið í Mörk í dag

Minnum á að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til alþingis fer fram í sjúkraþjálfun á fyrstu hæð í Mörk í dag, mánudaginn 18. nóvember frá klukkan 15:00 til 18:00. Aðstandendur eru beðnir um að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa.

Kosið á Grund í dag

Minnum á að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til alþingis fer fram á Grund í dag, mánudaginn 18. nóvember frá klukkan 15:00 til 18:00. Aðstandendur eru beðnir um að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa.

Öll Grundarheimilin eru nú Eden heimili

Í gær var Eden hringnum okkar lokað á Grund en þá fékk heimilið formlega viðurkenningu sem Eden heimili. Þar með eru öll Grundarheimilin þrjú orðin Eden heimili. 👏👏 Á sama tíma var endurnýjuð vottunin fyrir Mörk og Ás. Af þessu tilefni var boðið upp á marsípantertu með kaffinu á öllum heimilunum. Það var Karl Óttar Einarsson, forstjóri Grundarheimilanna, sem tók formlega við viðurkenningunni fyrir Grund frá Rannveigu Guðnadóttur forsvarsmanni Eden á Íslandi, https://edenalticeland.org/

Færðu okkur falleg skilaboð

Við fengum svo frábæra heimsókn til okkar í morgun. Þrjár flottar stelpur úr Grunnskólanum í Hveragerði komu til okkar með svo falleg skilaboð í tilefni af Baráttudegi gegn einelti sem er í dag 8.nóvember. Við settum myndina þeirra uppá tréð okkar því skilaboðin passa svo vel með öllum þeim jákvæðu orðum sem við erum að safna saman þar. „Hlustaðu á aðra á sama hátt og þú vilt að aðrir hlusti á þig“

Setningarhátíð Iceland airwaves að venju á Grund

Það er komin hefð fyrir því að hafa setningarathöfn tónlistarhátíðarinnar Iceland airwaves á Grund. Í gær var komið að þeim árlega viðburði. Eftir að Lilja Alfreðsdóttir ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra hafði lýst því yfir að hátíðin væri hafin stigu á stokk Elín Hall söng- og leikkona og hljómsveitin Hjálmar. Það er alveg sérstakt andrúmsloft þegar þessi viðburður er á heimilinu. Heimilisfólk lætur sig ekki vanta en svo koma líka leikskólabörn sem og gestir sem hafa keypt sig inn á hátíðina. Allir sitja saman í sátt og samlyndi og hlýða á listamennina sem fram koma.

Leðurblökur og grasker á Grund

Starfsfólk og heimilisfólk hefur undanfarna daga sameinast í því að skera út grasker og skemmta sér við að skoða útkomuna í húsinu. Á sumum stöðum er metnaðurinn meiri en annarsstaðar og bæði köngulóarvefir komnir upp, leðurblökur og allskyns skraut sem minnir á hrekkjavökuna, sem er í dag. 🍑 Það er eitthvað um að bæði starfsfólk og heimilisfólk fussi og sveii yfir þessum nýja sið á meðan aðrir hafa mjög gaman af umstanginu og skrautinu. Það er bara svona eins og er í lífinu sjálfu og þannig á það að vera þegar fólk býr á heimili eins og Grund. Það skapast líflegar umræður og sitt sýnist hverjum. Skoðið endilega þessi skrautlegu grasker ef þið eigið leið um Grund næstu daga.