12.07.2021
Heimilisfólkið á 2. hæð í Mörk fékk aldeilis skemmtilega heimsókn í vikunni þegar aðstandandi kíkti við með kettlinga, sem vöktu að sjálfsögðu mikla gleði.
30.06.2021
Það ríkti kátína í Mörk í síðustu viku þegar haldin var sumarhátíð í garðinum.Heimilisfólk og aðstandendur gerðu sér glaðan dag með ýmsum hætti. Barnabörnin og barnabarnabörnin skemmtu sér í hoppukastala, boðið var upp á andlitsmálningu, sumir púttuðu og svo bauð heimilisfólkið upp á ís í tilefni dagsins.
24.06.2021
Það er ljóst að sumarið er komið í Ási og hvert sem litið er gefur á að líta falleg sumarblóm sem heimilis- og starfsmenn hafa hjálpast að við að gróðursetja….
24.06.2021
Loksins eru þær komnar heim hænurnar sem dvöldu í góðu yfirlæti í vetur í Ásahreppi. Hænurnar eru búsettar í hænsnahöll á lóðinni í Bæjarási í Ási. Það var tekið vel á móti þeim þegar komið var með þær úr sveitinni
24.06.2021
Það var bjart yfir heimilisfólki og aðstandendum í gær þegar sumarhátíð var haldin í garði Grundar. Veðrið lék við okkur. Hoppukastalar, húllahopp og allskyns skemmtun fyrir ömmu-, og afabörn sem og langömmu-, og langafabörnin. Heimilisfólk bauð ungviðinu íspinna og Jón Ólafur gekk um með nikkuna og gladdi með nærveru sinni. Það sannaðist að Grund á sannkallaðan gimstein í þessum stóra garði sem snýr í suður.
16.06.2021
Það er alltaf jafn gaman í saumaklúbbunum hér á Grund. Það lifnar yfir heimiliskonunum og umræðuefnin eru jafn fjölbreytt og konurnar eru margar. Dásamlegar stundir sem þær bjóða uppá Auður og Valdís hér í vinnustofunni á Grund.
11.06.2021
Fólk lét ekki úrhellisrigninguna í Hveragerði spilla fyrir sér ánægjunni við að velja sér falleg blóm til að setja á tröppurnar hjá sér….
11.06.2021
Skrifstofa íbúa 60+ verður lokuð dagana
24. júní - 11. júlí og
30. júlí - 13. ágúst 2021 vegna sumarleyfa.
Vinsamlegast leitið upplýsinga í Boggubúð.