07.10.2021
Áfram heldur herrakaffið á Grund og nú var slíkt samsæti á boðstólum í austurhúsi Grundar, á vinnustofunni. Heimilismenn byrjuðu á því að segja aðeins frá sér og þá kom á daginn að í þessum litla hópi voru fimm fyrrverandi kennarar, tveir grunnskólakennarar og þrír framhaldsskólakennarar. Var mikið hlegið yfir þessari skemmtilegu tilviljum. Einn þeirra er giftur presti og einn prestur í hópnum, sr. Auður Inga var að aðstoða herrana í samsætinu og kom á daginn að eiginkonan sem var prestur heitir líka Auður. Meðlætið var einstaklega þjóðlegt, flatkökur og kleinur sem rann ljúflega ofan í mannskapinn.
04.10.2021
Þegar laus stund gefst hvað er þá notalegra en að bjóða upp á dekurstund. Einn morguninn nýlega gengum við fram á þessa tvo starfsmenn sem ákváðu að nú væri tími til að bjóða heimiliskonum hárgreiðslu.
04.10.2021
Það ríkti ánægja í hátíðasalnum nú fyrir helgi þegar Grundarkórinn hittist loksins allur saman á ný eftir að hafa verið hólfaskiptur vegna Covid. Kórfélagar hittast nú vikulega og æfa saman og það má rifja upp að auk heimilismanna þá eru starfsmenn og aðstandendur líka velkomnir.
27.09.2021
Þó árin færist yfir og fólk búi á hjúkrunarheimili þá breytist ekki þörfin fyrir að hafa hlutverk og fá að gefa af sér. Það styttir líka daginn að hafa eitthvað fyrir stafni og vera í góðum félagsskap. Þetta var nákvæmlega það sem heimilisfólkið gerði í dag þegar það pakkaði Heimilispóstinum sem síðan er sendur í pósti til aðstandenda og velunnara Grundarheimilanna. Það var hrein unun að fylgjast með heimilisfólki og starfsfólki hlið við hlið að vinna, ljúfir tónar bárust um matsal Litlu Grundar og síðan var boðið upp á gos og sætindi. Notaleg stund.
27.09.2021
Viðbragðsteymi Grundarheimilanna hefur tekið þá ákvörðun að aflétta verulega á heimsóknareglum.
Frá og með deginum í dag 27.september verður Grund, hjúkrunarheimili opnað að nýju og ekki eru takmarkanir á fjölda gesta né aldurs.
Við biðjum þó gesti að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum heimilisins með heimilismönnum og starfsfólki nema að höfðu samráði við starfsfólk.
Óbólusettir og hálfbólusettir starfsmenn og gestir þurfa áfram að vera með andlitsgrímur.
Við biðjum alla að sýna áfram ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir og munum ávallt að huga að persónulegum sýkingavörnum eins og handþvotti og sprittun.
Við biðjum gesti að koma ekki í heimsókn ef þeir:
a. Eru í sóttkví.
b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).
e. Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví einsog reglur á landamærum segja til um.
Með kærri þökk fyrir skilningsríkt og ánægjulegt samstarf
27.september 2021
Viðbragðsteymi Grundarheimilanna
27.09.2021
Nú horfir til bjartari tíðar og Viðbragðsteymi Grundarheimilanna hefur tekið þá ákvörðun að aflétta verulega á heimsóknareglum.
Frá og með deginum í dag 23.september verður Ás, dvalar- og hjúkrunarheimili opnað að nýju.
Ekki eru takmarkanir á fjölda gesta né aldri og gestum er heimilt að dvelja í sameiginlegum rýmum heimilisins með heimilismönnum og starfsfólki.
Óbólusettir og hálfbólusettir starfsmenn og gestir þurfa áfram að vera með andlitsgrímur á Ási.
Við biðjum alla að sýna áfram ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir og munum ávallt að huga að persónulegum sýkingavörnum eins og handþvotti og sprittun.
Við biðjum gesti að koma ekki í heimsókn ef þeir:
a. Eru í sóttkví.
b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).
e. Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví einsog reglur á landamærum segja til um.
Með kærri þökk fyrir skilningsríkt og ánægjulegt samstarf
24.september 2021
Viðbragðsteymi Grundarheimilanna
27.09.2021
Nú horfir til bjartari tíðar og Viðbragðsteymi Grundarheimilanna hefur tekið þá ákvörðun að aflétta verulega á heimsóknareglum.
Frá og með deginum í dag 23.september verður Mörk, hjúkrunarheimili opnað að nýju.
Ekki eru takmarkanir á fjölda gesta né aldurs og gestum er heimilt að dvelja í sameiginlegum rýmum heimilisins með heimilismönnum og starfsfólki.
Óbólusettir og hálfbólusettir starfsmenn og gestir þurfa áfram að vera með andlitsgrímur í Mörk.
Við biðjum alla að sýna áfram ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir og munum ávallt að huga að persónulegum sýkingavörnum eins og handþvotti og sprittun.
Við biðjum gesti að koma ekki í heimsókn ef þeir:
a. Eru í sóttkví.
b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).
e. Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví einsog reglur á landamærum segja til um.
Með kærri þökk fyrir skilningsríkt og ánægjulegt samstarf
23.september 2021
Viðbragðsteymi Grundarheimilanna
24.09.2021
Það er kominn föstudagur og það er réttardagur á Grund. Við sýnum myndina Fjallkónga og bjóðum upp á þjóðlegar veitingar meðan á sýningu stendur. Hér er það Jón Ólafur sem hitar upp með þjóðlegum tónum áður en farið verður í kjötsúpu nú í hádeginu.
15.09.2021
15. september 2021
Við hvetjum ykkur til að gæta ítrustu árvekni og hafa
sóttvarnaráðstafanir í heiðri
Ungmenni komi ekki í heimsókn á þessum tímapunkti en það verður endurskoðað um leið og hægir á smitum í skólum.
Gestir beri maska á meðan þeir eru á leið inn og út úr húsi, fari rakleiðis að herbergi íbúa og aftur út að heimsókn lokinni. Valkvætt er að bera maska á meðan á heimsókn stendur í herbergi íbúa, þó skal gætt að nándarmörkum.
Gestir mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilis.
Gestir noti handspritt við komu á heimilið og einnig við brottför.
Heimilið er ekki lokað og heimilismenn mega fara út með sínum nánustu og gæta þá að þeim reglum sem í gildi eru almennt í samfélaginu og forðist mannmarga staði.
Við hvetjum ykkur til að fara varlega með ferðir út úr húsi.
Gestir eru velkomnir að fara á Kaffi Mörk með sínum aðstandenda.
Gestir eru velkomnir að njóta útiveru í garðinum okkar með sínum aðstandenda.
Heimilið er opið milli kl.13-18 á öðrum tímum verða heimsóknagestir að hringja á dyrabjöllu í anddyri.
Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
a. Eru í sóttkví.
b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).
e. Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví einsog reglur á landamærum segja til um.
15.september 2021
Viðbragðsteymi Grundarheimilanna
15.09.2021
15. September 2021
Við hvetjum ykkur til að gæta ítrustu árvekni og hafa sóttvarnaráðstafanir í heiðri.
Fyrir allar deildar gildir eftirfarandi
Heimsóknir eru leyfðar á milli kl. 13-18.
Ungmenni komi ekki í heimsókn á þessum tímapunkti en það verður endurskoðað um leið og hægir á smitum í skólum.
Gestir beri maska á meðan þeir eru á leið inn og út úr húsi, fari rakleiðis að herbergi íbúa og aftur út að heimsókn lokinni. Valkvætt er að bera maska á meðan á heimsókn stendur í herbergi íbúa, þó skal gætt að nándarmörkum.
Gestir mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilis.
Gestir noti handspritt við komu á heimilið og einnig við brottför.
Heimilið er ekki lokað og íbúar mega fara út með sínum nánustu og gæta þá að þeim reglum sem í gildi eru almennt í samfélaginu og forðist mannmarga staði. En við hvetjum ykkur til að fara varlega með ferðir út úr húsi.
Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
a. Eru í sóttkví.
b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).
e. Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví einsog reglur á landamærum segja til um.