Allar fréttir

Páskabingó á Grund

Páskarnir eru á næsta leyti og heimilisfólk byrjað að spila páskabingó

Listaháskólinn með námskeið á Grund

Á Grund stendur nú yfir dásamlegt námskeið sem átta heimilismenn Grundar taka þátt í sem og starfsfólk á heimilinu. Það er tónlistardeild Listháskólans sem býður upp á námskeiðið sem ber heitið Tónlist og heilabilun. Stuðst er við verkefnið Music for Life sem hefur verið starfrækt í London í rúmlega tuttugu ár. Kjarni verkefnisins eru tónlistarsmiðjur þar sem allir þátttakendur mætast á jafningjagrundvelli í tónlistarsköpun. Tónlistin verður farvegur samskipta og þátttaka og virkni allra þátttakenda leiðir til sameiginlegs þroska hópsins sem eykur lífsgæði. Magnea Tómasdóttur söngkona, sem hefur sérhæft sig í tónlistariðkun með fólki með heilabilunarsjúkdóma er kennari námskeiðsins, en ásamt henni taka þátt sex nemar frá Listaháskólanum og þrír hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau munu leiða hópinn í tónlistarspuna en það hefur sýnt sig að tónlistarþátttaka léttir lund, eykur lífsgæði og færni til samskipta. Þetta er sjötta árið sem þetta frumkvöðlaverkefni hefur verið gert hér á Íslandi

Kisa mín, kisa mín

Nú eru margar rafkisur komnar með fasta búsetu á Grund og heimilisfólkinu finnst virkilega notalegt að fá þær í fang til að klappa og kúra með. Kisurnar mala, mjálma og hreyfa sig og svara góðlátlega þegar þeim er klappað. Þær fara ekki úr hárum og fá bara nýjar rafhlöður þegar þær verða lúnar.

Gárapar í hvíld á Grund

Það er algengt að fólk komi í hvíld á Grund í nokkrar vikur en það heyrir til undantekninga að gárapar komi í hvildarinnlögn til okkar. Gárarnir láta vel af dvölinni og fagna heimsóknum. Búrið þeirra er í anddyrinu hjá versluninni á Grund. Endilega kíkið við með ykkar aðstandendur og heilsið upp á parið.

Glens og gaman í Mörk

Það er ekki leiðinlegt að búa eða starfa á 2 hæðinni í Mörk, svo mikið er víst. Það var mikið um hlátrasköll og glens í morgun þegar heimilisfólkið var að koma fram og bjóða góðan dag.

Heit eggjakaka í morgunmat

Stundum er gott að bregða út af vananum og það er einmitt það sem gert var í eldhúsinu á Litlu Grund fyrir síðustu helgi. Þá ákvað starfsfólkið að skella í eggjaköku og bjóða með hafragrautnum og því venjulega sem er á boðstólum á morgnana. Það var almenn ánægja með tilbreytinguna.

Notaleg stund

Það var notaleg stemningin í Bæjarási nú í vikunni og það sést auðvitað ekki á mynd en það var sungið á meðan var verið að greiða og punta: Þær eru að fara á ball. Góða helgi öll.

100 ára afmæli Garðars og Grundar

Það var hátíðlegt á fjórðu hæðinni í Mörk í gær þegar Garðar Sigurðsson heimilismaður fagnaði 100 ára afmæli. Svo skemmtilega vill til að hann á aldarafmæli sama ár og Grund sem fagnar 100 ára afmæli þann 29. október næstkomandi. Boðið var upp á heitt súkkulaði og rjómatertu á öllum Grundarheimilunum af þessu tilefni. Aðstandendur Garðars og heimilismenn á fjórðu hæðinni fögnuðu með honum, Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna mætti í afmælisboðið, blaðamaður Morgunblaðsins tók við afmælispiltinn viðtal og síðan var spilað á gítar og sungið.

Sigraði í þorrabingói

Árni Friðrik sigraði Þorrabingó Grundar 2022. Hann fékk bindi og klút í verðlaun sem hann var ekki lengi að skreyta sig með.

Þorramatur og létt yfir mannskapnum

Það var létt yfir mannskapnum í Mörk í dag enda boðið upp á þorramat og allt sem honum tilheyrir. Svei mér þá ef Covid var ekki bara gleymt og grafið í smástund. Góða helgi