Allar fréttir

Dömukaffi

Það er alltaf gleði þegar heimiliskonur koma saman í dömukaffi á Grund. Í vikunni var dekkað borð í turnherberginu á Minni Grund og boðið upp á kaffi, kruðerí og sérrý.

Sýning í tengigangi Markar

Ólafur Sveinberg, heimilismaður á 2. hæð í Mörk, er með sýningu á verkum sínum og er þegar búinn að selja fjögur verk af fjórtán. Sýningin, er í tengigangi Markar milli hjúkrunarheimilis og heilsulindarinnar.

Bleikt allsráðandi

Bleikur klæðnaður, bleikar kökur, bleik blóm, bleikt naglalakk og svo mætti áfram telja. Starfsfólk og heimilisfólk á annarri hæðinni í Mörk lét svo sannarlega ekki sitt eftir liggja í að gera bleika daginn eftirminnilegan og sýna samstöðu með þeim konum sem hafa þurft að takast á við krabbamein.

Nýbakað bananabrauð með kaffinu

Þegar það blæs úti og rignir hvað er þá notalegra en finna ilm af nýbökuðu brauði? Svava, heimiliskona á 3 hæð í Mörk, var meira en til í að baka bananabrauð með stelpunum í gær.

Deildu reynslusögum af ástinni

Það er eitthvað svo dásamlegt við vinnu iðjuþjálfunar í Ási sem ber yfirskriftina Lífsneistinn. Þar er leitast við að bæta andlega líðan og laða fram getu fólks sem virðist horfin. Að þessu sinni var það brúðarþema og þátttakendur deildu reynslusögum af ástinni.

Bleiki dagurinn á Grund

Það er bleikur dagur á Grund eins og á öðrum stöðum í samfélaginu en með því að klæðast bleiku erum við að sýna þeim konum samstöðu sem hafa þurft að kljást við krabbamein. Margir tóku þetta með trompi eins og myndir sýna.

Dömukaffi á Minni Grund

Það er alltaf notalegt þegar saumaklúbbar eða dömukaffi er á dagskrá hér á Grund. Og allir hlakka til. Hlý og notaleg stund á Minni Grund þar sem spjallað var um heima og geima. Með spjallinu var boðið upp á góðar veitingar.

Mía fékk óskipta athygli heimilismanna

Unnur Oddný er iðjuþjálfanemi í Ási og einn daginn mætti hún með litlu tíkina Míu í vinnuna. Mía fékk óskipta athygli heimilismanna og heillaði auðvitað alla uppúr skónum.

Markmiðið að bæta andlega líðan

Um árabil hefur Fanney Björg Karlsdóttir iðjuþjálfi í Ási leitt fundi þar sem hugmyndafræði lífsneistans er höfð að leiðarljósi við minningavinnu. Upphafskona hugmyndafræðinnar Spark of life er danska konan Jane Varity sem sjálf átti móður með minnissjúkdóm og þróaði starfsemina. Markmiðið með henni er að bæta andlega líðan og laða fram getu fólks sem virðist horfin. Í dag býr Jane í Ástralíu og þar eru höfuðstöðvar Spark of life í dag.

Vel mætt á æfingar Markarkórsins

Vetrarstarf Markarkórsins er farið af stað af fullum krafti og vel mætt á æfingar. Kristín Waage er kórstjóri Markarkórsins og heimilisfólk og starfsfólk hjartanlega velkomið að taka þátt. Æfingar eru haldnar einu sinni í viku, á þriðjudögum, frá 10.30 til 11.30..