Allar fréttir

Höfðingleg gjöf til Markar

Þessir vösku herramenn frá Oddfellowstúkunni Ara Fróða komu aldeilis færandi hendi í Mörk í vikunni með styrk upp á hálfa milljón til kaupa á þjálfunarhjóli fyrir sjúkraþjálfunina hér í Mörk. Á mynd frá hægri: Daði Ágústsson, fyrrum meistari stúkunnar, Gunnar Magnússon, formaður Líknarsjóðs stúkunnar, Hafliði Hjartarson, stúkubróðir, Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna og Sigurður Geirsson yfirmeistari stúkunnar. Þessum herramönnum er kærlega þakkað fyrir komuna og stúkunni fyrir höfðinglega gjöf.

Glænýjar gulrætur í hús

Þó komið sé fram í desember erum við enn að taka upp gulrætur í gróðurhúsum okkar í Ási í Hveragerði. Það eru því glænýjar gulrætur sem heimilismenn á Grundarheimilunum eru að fá með matnum þessa dagana.

Jólapeysudagur á Grundarheimilunum

Það var jólapeysudagur á Grundarheimilunum í gær og mikið stuð. Heimilismenn dáðust að litskrúðugum peysunum og einstaka áttu sjálfir eitthvað rautt sem þeir skörtuðu starfsfólkinu til samlætis. Góður dagur á Grundarheimilunum þremur, Grund, Mörk og í Ási.

Og það er bakað og bakað

Það er verið að baka víða á Grund, smákökuilmur tekur á móti manni í setustofum heimilisins. Nokkrar myndir sem teknar hafa verið undanfarna daga

Jólabaksturinn á Litlu Grund

Það var virkilega notalegt á Litlu Grund þegar heimilismenn sátu við jólatónlist og bökuðu smákökur síðastliðinn laugardag. Það var síðan boðið upp á nýbakaðar smákökur með kaffinu.

Lionsklúbbur Seltjarnarness gefur loftdýnur

Lionsklúbbur Seltjarnarness kom færandi hendi fyrir helgi með tvær loftdýnur handa heimilisfólki. Dýnurnar nýtast mjög vel þegar varna á legusárum og koma sér afskaplega vel hér á Grund. Lionsklúbbnum er innilega þakkað fyrir höfðinglega gjöf

Um að gera að liðka sig eftir morgunmatinn

Það er notalegt að byrja daginn með stólaleikfimi til að liðka sig aðeins fyrir daginn eða það finnst að minnsta kosti mörgum heimilismönnum sem búa á Litlu og Minni Grund. Þessi mynd var tekin í morgun þegar fólk dreif sig í leikfimina eftir morgunmatinn

Dásamlegt dömukaffi

Það er alltaf gaman þegar konur koma saman og spjalla og svo ekki sé nú talað um ef boðið er upp á góðar veitingar líka. Þannig var það hjá heimiliskonum sem búa í vesturhúsi Grundar í síðustu viku. Frábær félagsskapur og dýrindis veitingar.

Keli fluttur í Mörk

Hrafnkell Kárason sem bjó á Miðbæ á 2-hæð, lést þann 29. október síðastliðinn. Ekkja hans, Dröfn Jónsdóttir og dóttir hans Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, komu nýlega og gáfu heimilinu þennan yndislega gleðigjafa sem malar og mjálmar. Það er búið að gefa honum nafnið Keli og við hlökkum mikið til að njóta samveru hans. Við færum mæðgunum hjartans þakkir.

Tóku þátt í árlegu leynisamprjóni

Einu sinni á ári býður prjónahönnuðurinn Stephen West upp á leynisamprjón þar sem prjónað er sjal sem hann hannar. Fanney Björg Karlsdóttir iðjuþjálfi í Ási er ein þeirra sem tóku þátt núna fjórum öðrum starfsmönnum í Ási.