11.08.2022
Kæru, heimilismenn og aðstandendur
Við blásum til sumarhátíðar í Mörk miðvikudaginn 17. ágúst næstkomandi.
Sjá nánari upplýsingar í auglýsingu.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
09.08.2022
Það var mikið um dýrðir á öllum heimilumum þremur þegar fjölbreytileikanum var fagnað. Fræðsla og fjör og svo var skreytt, fánar dregnir að húni og meira að segja kökurnar litskrúðugar.
08.08.2022
Það er svo skrítið en þegar við syngjum saman þá verður allt svo miklu betra en ella. Söngstundirnar okkar eru alltaf vinsælar þar sem Jón Ólafur spilar á harmonikku öll þessi gömlu góðu og söngurinn ómar um húsið.
08.08.2022
Það var hamborgaraveisla á Grundarheimilunum í lok síðustu viku og þá þurfti starfsfólkið í Ási að láta hendur standa framúr ermum. Eyjólfur Kristinn Kolbeins fékk í lið með sér barnabarnið sitt Viktor Másson og þeir græjuðu þetta með stæl, steiktu um eitt þúsund hamborgara. Heimilisfólkið kunni vel að meta hamborgara og franskar og gæddi sér svo á ís eftir herlegheitin.
04.08.2022
Gleði gleði gleði er það sem fyrst kemur í hugann þegar þessar myndir eru skoðaðar sem teknar voru í Ási í dag. Þar var fjölbreytileikanum fagnað með litríkum degi, fræðsla um hinsegin daga og gleðin við völd.
29.07.2022
Það er óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd á sumarhátíðinni sem haldin var í Ási í gær
29.07.2022
Í nokkur ár hafa heimilismenn á Litlu og Minni Grund ræktað jarðarber. Í ár er metuppskera í matjurtakassanum sem hýsir jarðarberjaplönturnar. Í gærmorgun var tínt í skál til að bjóða með morgunkaffinu en slíkt er ekkert einsdæmi og hefur verið hægt að gera af og til í sumar. Berin eru ótrúlega sæt og góð í ár og mikil sæla með þessa flottu uppskeru.
26.07.2022
Fögnum sól og sumri í Ási
15.07.2022
Kvenfélagið hér í Hveragerði kom færandi hendi í Ás í vikunni þegar það kom með rafknúinn sturtustól með fylgihlutum og færði heimilinu að gjjöf. Sturtustóllinn á svo sannarlega eftir að koma sér vel. Við þökkum kvenfélaginu af alhug fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Á myndinni eru frá vinstri Rúna Einarsdóttir fyrir hönd Áss og fyrir hönd kvenfálagsins þær Ásta Gunnlausdóttir, Hólmfríður Skaftadóttir og Elín María Kjartansdóttir. Enn og aftur, bestu þakkir kvenfélagskonur
15.07.2022
Stundum fáum við einstaklega skemmtilega gesti í heimsókn og þannig var það þegar Fífill litli gæsastrákur kom í heimsókn á 2. hæð Markar fyrir nokkru. Hann hlaut hlýjar móttökur og komst svo á dásamlegt heimili á Mýrunum en ekki fyrr en eftir að hafa heilsað upp á heimilismenn og þegið strokur og góðan viðurgjörning.