08.06.2022
Nýverið var sannkölluð uppskeruhátíð hjá kórunum í Mörk og á Grund en kórarnir sameinuðust og héldu í vorferð. Ferðinni var heitið í Ás í Hveragerði þar sem sungið var fyrir heimilismenn og lífsins notið í sól og blíðu. Frábær ferð þar sem tónleikagestir nutu sem og kórarnir.
07.06.2022
Hér meðfylgjandi eru niðurstöður úr þjónustkönnunum sem voru lagðar fyrir heimilsmenn og aðstandendur þeirra á öllum þremur Grundarheimilunum í janúar 2022.
Þessi könnun byggir á staðlaðri og þýddri könnun frá Edensamtökunum og hjálpar okkur við innra gæðastarf á heimilinu. Það er okkur mjög mikilvægt að fá að vita hvaða hluti við erum að gera vel en ekki síður hvar við getum bætt okkur. Vissulega vonuðumst við eftir meiri þátttöku en viljum við þakka kærlega öllum þeim sem tóku þátt.
02.05.2022
Sönghópurinn Tjaldur söng nokkur lög með heimilisfólkinu á hjúkrunarheimilinu í Ási á dögunum. Hress hópur og mikil upplyfting að fá svona skemmtilega heimsókn í hús. Takk fyrir okkur.
25.02.2022
Það var notaleg stemningin í Bæjarási nú í vikunni og það sést auðvitað ekki á mynd en það var sungið á meðan var verið að greiða og punta: Þær eru að fara á ball. Góða helgi öll.
10.01.2022
Það er venja í Ási að kveðja jólin á þrettándanum og dansa þá í kringum jólatréð, taka á móti jólasveinum og gæða sér á kræsingum sem eldhúsið hefur lokkað fram. Ekki var hægt að halda slíkan viðburð í ár. Við í Ási kvöddum samt jólin með söng og gleði. Heimilið er hólfaskipt þessa dagna og því var allt smærra í sniðum þetta árið. Rakel og Gylfi í eldhúsinu klæddu sig upp og brugðu á leik með heimilisfólki og færðu því að sjálfsögðu kræsingar.
22.12.2021
Það er ljúf aðventan í Ási eins og alltaf. Sr Pétur Þorsteinsson kom og söng með heimilisfólki jólalögin. Smákökubaksturinn hélt áfram og svo voru bakaðar súkkulaðibitakökur í haugum. Það var spilað jólabingó og vinningarnir glæsilegir en ýmis fyrirtæki í Hveragerði og næsta nágrenni gáfu veglega vinninga. Þeim er kærlega þakkað fyrir stuðninginn.
21.12.2021
Nú verðum við að taka höndum saman, sem aldrei fyrr, til þess að verja heimilisfólk og starfsfólk smiti.
Eftirfarandi reglur gilda frá 21.desember:
15.12.2021
Þó komið sé fram í desember erum við enn að taka upp gulrætur í gróðurhúsum okkar í Ási í Hveragerði. Það eru því glænýjar gulrætur sem heimilismenn á Grundarheimilunum eru að fá með matnum þessa dagana.
15.12.2021
Það var jólapeysudagur á Grundarheimilunum í gær og mikið stuð. Heimilismenn dáðust að litskrúðugum peysunum og einstaka áttu sjálfir eitthvað rautt sem þeir skörtuðu starfsfólkinu til samlætis. Góður dagur á Grundarheimilunum þremur, Grund, Mörk og í Ási.
12.11.2021
Einu sinni á ári býður prjónahönnuðurinn Stephen West upp á leynisamprjón þar sem prjónað er sjal sem hann hannar. Fanney Björg Karlsdóttir iðjuþjálfi í Ási er ein þeirra sem tóku þátt núna fjórum öðrum starfsmönnum í Ási.