19.09.2022
Það var svo sannarlega hátíðlegt á Grundarheimilunum í síðustu viku þegar Guðrún Gunnarsdóttir, Jógvan og Sigga Beinteins mættu og héldu tónleika í tilefni 100 ára afmælis Grundar sem er þann 29. október næstkomandi. Þetta frábæra tónlistarfólk söng lögin hans Fúsa við undirleik Gunnars Gunnarssonar, allt lög sem heimilisfólkið kannaðist svo vel við, Litla flugan, Dagný og Ég vil að börnin fái að fæðast stærri svo dæmi séu tekin. Margir sungu hástöfum með þeim þessi fallegu gömlu dægurlög og það sást líka glitta í gleðitár. Takk fyrir einstaka tónleika, hlýju og fallega nærveru.
13.09.2022
Það er ekki annað hægt en að njóta veðurblíðunnar sem verið hefur undanfarna daga. Í síðustu viku var starfsemi iðjuþjálfunar í Vesturási flutt út á stétt. Eldhúsið sendi íspinna til að kæla mannskapinn og úr varð dásamleg samvera. Nokkrir iðnir heimilismenn gátu einfaldlega ekki slitið sig frá verkefnum dagsins en nutu þess í stað að grípa í spil, leggja púsl eða leysa þrautir
05.09.2022
Grundarheimilin fengu nýlega til liðs við sig nýjan starfsmann, Þorbjörgu Árnadóttur, sem er ráðin sem félagsráðgjafi heimilanna þriggja.
Þorbjörg veitir heimilismönnum sálfélagslegan stuðning og ættingjum þeirra og hægt er að leita til hennar og fá ráðgjöf og leiðbeiningar um ýmiskonar réttindamál.
Þorbjörg mun skipta viðveru sinni milli heimila en auðveldast að ná sambandi við hana með tölvupósti eða síma. Netfangið er thorbjorg.arnadottir@morkin.is og sími 8302041.
09.08.2022
Það var mikið um dýrðir á öllum heimilumum þremur þegar fjölbreytileikanum var fagnað. Fræðsla og fjör og svo var skreytt, fánar dregnir að húni og meira að segja kökurnar litskrúðugar.
08.08.2022
Það var hamborgaraveisla á Grundarheimilunum í lok síðustu viku og þá þurfti starfsfólkið í Ási að láta hendur standa framúr ermum. Eyjólfur Kristinn Kolbeins fékk í lið með sér barnabarnið sitt Viktor Másson og þeir græjuðu þetta með stæl, steiktu um eitt þúsund hamborgara. Heimilisfólkið kunni vel að meta hamborgara og franskar og gæddi sér svo á ís eftir herlegheitin.
04.08.2022
Gleði gleði gleði er það sem fyrst kemur í hugann þegar þessar myndir eru skoðaðar sem teknar voru í Ási í dag. Þar var fjölbreytileikanum fagnað með litríkum degi, fræðsla um hinsegin daga og gleðin við völd.
29.07.2022
Það er óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd á sumarhátíðinni sem haldin var í Ási í gær
26.07.2022
Fögnum sól og sumri í Ási
15.07.2022
Kvenfélagið hér í Hveragerði kom færandi hendi í Ás í vikunni þegar það kom með rafknúinn sturtustól með fylgihlutum og færði heimilinu að gjjöf. Sturtustóllinn á svo sannarlega eftir að koma sér vel. Við þökkum kvenfélaginu af alhug fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Á myndinni eru frá vinstri Rúna Einarsdóttir fyrir hönd Áss og fyrir hönd kvenfálagsins þær Ásta Gunnlausdóttir, Hólmfríður Skaftadóttir og Elín María Kjartansdóttir. Enn og aftur, bestu þakkir kvenfélagskonur
08.06.2022
Nýverið var sannkölluð uppskeruhátíð hjá kórunum í Mörk og á Grund en kórarnir sameinuðust og héldu í vorferð. Ferðinni var heitið í Ás í Hveragerði þar sem sungið var fyrir heimilismenn og lífsins notið í sól og blíðu. Frábær ferð þar sem tónleikagestir nutu sem og kórarnir.