31.03.2021
Krúttlegir páskaungar vöktu mikla lukku í Vesturási nú fyrir páskana.
Þá var sett upp hálfgert “tilraunaeldhús” þar sem egg voru skreytt og lituð með laukhýði og naglalakki. Það var bara nokkuð almenn ánægja með útkomuna.
25.03.2021
Það var nýlega boðið upp á páskabingó í Ási. Veglegir súkkulaðivinningar og frábær stemmning.
02.02.2021
Þegar veðrið er stillt er um að gera að anda að sér fersku lofti. Og það gera heimilismenn og starfsfólk í Ási þegar hægt er. Þá kemur nú þessi rauði fíni fararskjóti sér vel.
14.01.2021
Það vakti mikla lukku þegar Erla ræstingastjóri í Ási kom með litlu ferfætlingana þá Sleipni og Kol í heimsókn í vinnuna
06.01.2021
Ég óska heimilisfólki og starfsfólki Grundarheimilanna gleðilegs árs og farsældar á nýju ári.
Ég þakka af alhug þá þrautseigju, fórnfýsi, hlýju og kærleika sem þið hafið öll sýnt á þessu sérstaka ári sem nú er liðið.
Við horfum bjartsýn til nýs árs.
Hugheilar kveðjur.
Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna.
21.12.2020
Um helgina var jólatréð í Bæjarási skreytt
16.12.2020
Ylvolg hjónabandssæla úr ofninum í Ási
10.12.2020
Það var sannkölluð veisla í hádeginu í dag þegar Eyjólfur Kolbeins yfirmatreiðslumaður og hans starfsfólk bauð í jólahlaðborð.
05.12.2020
Heimilisfólk og starfsfólk í Ási er ekkert að víla fyrir sér smákökubakstur fyrir jólin í Ási og bökuðu fimm sortir í vikunni