Fréttir

Viðurkenningar veittar á starfsmannakvöldi

Nýlega var haldið starfsmannakvöld í Ási og eins og venja er veittar þar bæði starfsaldursviðurkenningar og þeir starfsmenn sem hættir eru störfum heiðraðir. Það er áralöng hefð fyrir hvorutveggja og því að hittast að kvöldi til borða saman góðan mat og spila svo í lokin bingó þar sem veglegir vinningar eru í boði.

Ásbyrgi og Bæjarás með bestu hrekkjavökuskreytingarnar

Í dag vour veitt verðlaun fyrir hrekkjavökuskreytingar í Ási.

Laða fram blik í augum

Í síðustu viku tók til starfa nýr Lífsneistahópur í Ási og í þeim hópi eru eingöngu herramenn. Fyrsti fundurinn lofar svo sannarlega góðu. Markmið hugmyndafræðinnar er að endurvekja lífsneistann hjá fólki með heilabilun; laða fram blikið í augunum, brosið, ánægjuna, gleðina, sönginn, dansinn, snertinguna og njóta samverunnar.

Deildu reynslusögum af ástinni

Það er eitthvað svo dásamlegt við vinnu iðjuþjálfunar í Ási sem ber yfirskriftina Lífsneistinn. Þar er leitast við að bæta andlega líðan og laða fram getu fólks sem virðist horfin. Að þessu sinni var það brúðarþema og þátttakendur deildu reynslusögum af ástinni.

Mía fékk óskipta athygli heimilismanna

Unnur Oddný er iðjuþjálfanemi í Ási og einn daginn mætti hún með litlu tíkina Míu í vinnuna. Mía fékk óskipta athygli heimilismanna og heillaði auðvitað alla uppúr skónum.

Markmiðið að bæta andlega líðan

Um árabil hefur Fanney Björg Karlsdóttir iðjuþjálfi í Ási leitt fundi þar sem hugmyndafræði lífsneistans er höfð að leiðarljósi við minningavinnu. Upphafskona hugmyndafræðinnar Spark of life er danska konan Jane Varity sem sjálf átti móður með minnissjúkdóm og þróaði starfsemina. Markmiðið með henni er að bæta andlega líðan og laða fram getu fólks sem virðist horfin. Í dag býr Jane í Ástralíu og þar eru höfuðstöðvar Spark of life í dag.

Uppfæra netföngin

Til stendur að senda rafræna þjónustukönnun til aðstandenda heimilisfólks á Grundarheimilunum nú í október og mikilvægt að hún komist til skila. Aðstandendur eru því beðnir um að senda á netfangið hér að neðan ef einhverjar breytingar hafa orðið á tölvupóstfangi. Aðstandendur fylla út könnunina og senda rafrænt. Einnig er könnun fyrir heimilisfólkið í sama tölvupósti sem aðstandendur eru beðnir um að fylla út með heimilisfólkinu. Sigríður Sigurðardóttir sviðsstjóri fræðslu- og gæðasviðs Grundarheimilanna gefur allar frekari upplýsingar og tekur við upplýsingum um netföng. Netfang Sigríðar er sigridur@grund.is

Réttardagurinn í Ási

Það var góð stemning á réttardeginum í Ási, heimilisfólk kom saman í vinnustofunni Ásbyrgi og horfði á myndina Fjallkóngar. Heimiliskonan Guðrún Jóhanna kom óvænt og bauð upp á köku með rjóma og sultu.

Vetrarstarfið hafið í Ási

Vetrardagskrá iðjuþjálfunar í Ási er farin að taka á sig mynd. Á fimmtudögum er Boccia á dagskrá í vinnustofunni Ásbyrgi Þessi vaski hópur heimilismanna hittist nýlega og skemmti sér konunglega

Þar sem gleðin er við völd

Það er alveg óhætt að segja að gleðin sé við völd þegar fundir Lífsneistans eru á dagskrá í Ási. Fundargestir syngja saman og gæða sér á góðum veitingum. Lífneistinn fundar vikulega í allan vetur og það ber ýmislegt á góma þó aðal áherslan sé á að njóta lífsins og sjá jákvæðar og spaugilegar hliðar tilverunnar.