09.12.2022
Það er heilmikil vinna fólgin í því að skreyta jólatré í Ási og hér er verið að setja ljós á stórt jólatré .
04.12.2022
Jólakórinn undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur hélt tónleika í hátíðarsal Grundar í gær, laugardaginn 3. desember. Sungin voru jólalög fyrir fullum sal og í lokin voru gestir hvattir til að syngja með Heims um ból. Hátíðleg stund og Jólakórnum er innilega þakkað fyrir frábæra tónleika og að gefa sér tíma til að koma og gleðja fólkið okkar með þessum yndislegu jólatónum.
02.12.2022
Fyrir skömmu kom Ólöf Árnadóttir fulltrúi frá Íslandsbanka færandi hendi, þegar hún afhenti Grund Hlýtt úti hjólastólagalla að gjöf. Hjólastólagallinn er frumkvöðlaverkefni sem Íslandsbanki styður, en gallinn er hlýr og einfaldur í notkun, og gerir heimilisfólki kleift að njóta betur útivistar allan ársins hring.
Við á Grund þökkum Íslandsbanka innilega fyrir þessa hugulsömu gjöf sem mun nýtast heimilisfólki vel í vetur. Gallann má nálgast hjá húsvaktinni.
02.12.2022
Það var rauður dagur í Mörk í gær og dagurinn tekinn með trompi eins og annað á þeim bæ. Myndirnar sem teknar voru á annarri hæðinni í gær endurspegla gleðina í húsinu.
01.12.2022
Þessa dagana eru heimilismenn í Mörk að búa til skemmtileg jólaré úr gömlum bókum. Heimilisfólk er áhugasamt um þetta verkefni en finnst sárt þegar gömlu bækurnar eur rifnar og tættar niður. Það eru breyttir tímar.
01.12.2022
Til margra ára hefur það verið til siðs að kalla 1. desember rauðan dag á Grund. Heimilisfólk og starfsfólk skarta einhverju rauðu og þegar Raggi Bjarna var á lífi kom hann og söng fyrir fullum sal. Í dag er rauður dagur á öllum Grundarheimilunum þremur. Hér á Grund byrjaði dagurinn eldsnemma með því að þær Chutima og Palika bökuðu pönnukökur. Fyrst hrærði Chutima í deigið og svo eru þær stöllur núna í nokkrar klukkustundir að baka hátt í 400 pönnukökur á fjórum til fimm pönnum. Í hádeginu gæðir fólk sér á kjötsúpu og fær sér svo pönnuköku með kaffinu.
30.11.2022
Í Ási er bíóstjóri, Eðvarð Guðmannsson eða Eddi bílstjóri sem hefur undanfarin ár verið með bíósýningar tvisvar í mánuði og sýnt myndir sem heimilsmenn óska eftir að fá að sjá. Í fyrrakvöld var sýnd myndin Red Heat. Eldhúsið býður alltaf upp á snakk og gos og þetta vekur alltaf mikla lukku, þó svo mætingin sé misjöfn eftir þeirri mynd sem verið er að sýna. Guðrún Lilja átti leið um og smellti mynd af strákunum.
30.11.2022
Hljómsveitin GÓSS mætti á Grund í gær og hélt hátíðatónleika, tók jólalög í bland við önnur falleg lög. Tónleikarnir eru gjöf frá VÍS til Grundar í tilefni 100 ára afmælis heimilisins sem var þann 29. október síðastliðinn. Hljómsveitina skipa Guðmundur Óskar Guðmundsson, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðundsson
28.11.2022
Í síðustu viku tók heimilisfólk og starfsfólk sig til og útbjó aðventukransa fyrir Ás. Þetta er árlegur siður sem beðið er eftir með tilhlökkun. Útkoman var glæsilega eins og við var að búast.
24.11.2022
Grundarbandið heldur uppi fjöri þessa stundina í hátíðasalnum og dásamlegt að sjá starfsfólk og heimilisfólk skella sér í sveiflu. Grundarbandið kemur til okkar reglulega og við erum afskaplega þakklát fyrir þessa einstaklinga sem mæta til okkar í sjálfboðavinnu til að gleðja heimilisfólk. Takk kærlega