Allar fréttir

Margir glöddu heimilisfólk á aðventu

Það komu ótrúlega margir gestir til okkar á Grund nú fyrir jólin, sungu jólalögin, léku á hljóðfæri, lásu og styttu fólkinu okkar stundir með ýmsum hætti. Þar á meðal var t.d. sönghópurinn Spectrum, félagar sem spila með lúðrasveitinni Svan, Grundarbandið, Skólahljómsveit Vestur,- og miðbæjar, börnin í Landakotsskóla, Laufáskórinn og ekki má gleyma Senu sem gaf öllum okkar heimilismönnum aðgang að jólagestum Björgvins. Við þökkum ykkur öllum af alhug. Þið glödduð heimilisfólkið okkar svo sannarlega. Takk kærlega.

Gleðileg jól

Gleðileg jól

Svona á þetta að vera

Það er jólakósý þennan morguninn. Sígilda jólamyndin HOME ALONE og makkarónur og súkkulaði. Hversu nettur morgun?

Hvað ungur nemur

Þessir menn tóku daginn snemma með skák. Magnús Þór 8 ára, sonur Thelmu iðjuþjálfa, kíkti við og lék skák við Björn í Glaumbæ á 2. hæðinni. Þá tók Doddi íþróttafræðingur við og þá var það hraðskák, takk fyrir.

Tjúttað við jólatóna

Grundarbandið kom nýlega til okkar og lék fyrir dansi. Það er alltaf gaman þegar þau gleðja okkur með dúndrandi stuði og notalegri nærveru. Heimilisfólk og starfsfólk hrífst með og svífur um hátíðarsalinn í ljúfum dansi.

Heilt þorp sem hreppti fyrsta sætið

Það var stemning í Ási þegar keppst var við að skreyta piparkökuhús fyrir keppnina um flottasta piparkökuhúsið. Dómnefndin var skipuð starfsmönnunum Veru Sigurðardóttur, Þresti Helgasyni og Benedikt Sigurbjörssyni. Keppnin var hörð og ekki mörg stig sem skildu að. Jólaþorp hjúkrunar hreppti fyrsta sætið, þá húsið í Ásbyrgi og í þriðja sæti varð húsið í Bæjarási. Þáttakan var frábær við gerð og kynningu húsanna.

Jólaball í Mörk

Jólasveinar kíktu í heimsókn í Mörk í gær og Skjóða kom með þeim. Það var dansað í kringum jólatré og Skjóða sagði skemmtilega sögu. Auðvitað mættu jólasveinarnir með poka og glöddu ungviðið með límmiðum og ávaxtanammi.

Jólalegt í Ási

Það er heilmikil vinna fólgin í því að skreyta jólatré í Ási og hér er verið að setja ljós á stórt jólatré .

Jólatónleikar á Grund

Jólakórinn undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur hélt tónleika í hátíðarsal Grundar í gær, laugardaginn 3. desember. Sungin voru jólalög fyrir fullum sal og í lokin voru gestir hvattir til að syngja með Heims um ból. Hátíðleg stund og Jólakórnum er innilega þakkað fyrir frábæra tónleika og að gefa sér tíma til að koma og gleðja fólkið okkar með þessum yndislegu jólatónum.